Innlent

Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Víðtæk leit stendur yfir.
Víðtæk leit stendur yfir. vísir/vilhelm

Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg.

„Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi 

Ábending um bíl á Strandarheiði
„Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann.

Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.

Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag
Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.