Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:03 Víðtæk leit stendur yfir. vísir/vilhelm Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. Nær útilokað er að farsími Birnu eða aðrir smáhlutir finnist sökum fannfergis, að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar, aðgerðarstjóra hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Það er snjór yfir öllu þannig að það er ekki verið að leita að smáhlutum, en það er nokkuð útilokað að finna slíkt á þessu svæði. Snjórinn er að hamla svolítið leitinni en það á að hlána um helgina,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi Ábending um bíl á Strandarheiði „Það er búin að vera mjög nákvæm leit á hafnarsvæðinu en núna erum við fyrst og fremst að skoða þetta svæði, Strandarheiðina. Við höfum fengið margar vísbendingar og við þurfum svo að leggja mat á það hvort þær séu markverðar. Til dæmis fengum við ábendingu um að það hafi sést til bíls þarna á svæðinu og fleiri ábendingar um rauða bíla annars staðar, en öllum vísbendingum er fylgt eftir hjá okkur,“ segir hann. Guðbrandur segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort fjölgað verði í leitarteyminu né hvort leitað verði annars staðar, en að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna.Óvíst með leit í Hafnarfirði í dag Leitað var sömuleiðis í Hafnarfjarðarhöfn langt fram á kvöld í gær á þeim slóðum sem skór Birnu fundust á mánudagskvöldið. Björgunarsveitarmenn svo til veltu hverjum steini til þess að finna haldbærar vísbendingar á borð við farsíma Birnu. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun óráðið hvort leitað verði frekar í og við Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira