Innlent

Margfalt meiri svifryksmengun í ár en í fyrra

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Svifryksmengun í Reykjavík í nótt.
Svifryksmengun í Reykjavík í nótt.
Klukkan hálftvö í nótt náði svifryksmengun hámarki í Reykjavík samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Þá var svifryksmengun hjá Grensásvegi tæplega 2.500 míkrógrömm á rúmmetra.

Í fyrra náði svifryksmengunin hámarki klukkan hálfeitt á sama stað og var einungis 400 míkrógrömm á rúmmetra.

Ljóst var fyrir gamlárskvöld að svifryksmengunin yrði mikil í ár enda veðurskilyrðin þannig, logn og engin úrkoma. Einnig var að öllum líkindum skotið upp meira af flugeldum þetta árið en flutt var inn rúmlega þúsund tonnum meira af flugeldum í ár en í fyrra.

Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir svo mikla mengun geta valdið óþægindum hjá heilbrigðu fólki en hún hafi ekki teljandi áhrif.

„Það er fyrst og fremst fólkið sem er viðkvæmt fyrir sem finnur fyrir þessari mengun, fólk með astma og lungnasjúklingar. Það þarf mögulega að taka meira af sínum lyfjum, taka auka púst. Þetta er kannski ekki að hafa áhrif á heilbrigt, hraust fólk en það getur alveg fundið fyrir óþægindum,” segir Þorsteinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.