Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 12:43 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira