Mikið álag á fíkniefnaleitarhundinum Krafti í desember Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. desember 2017 23:18 Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“ Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira