Fá hvergi pláss hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskóla: „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2017 20:00 Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira