Fá hvergi pláss hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskóla: „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2017 20:00 Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira