Það er langbest að vera á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2017 10:00 Lilja og Sara ætla kannski að halda tónleika saman þegar þær eru orðnar unglingar en fyrst ætla þær að safna sér fyrir hljóðfærum. Vísir/Ernir Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“ Krakkar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“
Krakkar Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira