Snjórinn byrjar ekki að bráðna að ráði fyrr en eftir helgi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 08:54 Það verður áfram hægt að leika í snjónum um helgina. vísir/eyþór Ekki er von á neinni hláku um helgina á suðvesturhorninu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands en enn er nokkuð mikið af snjó á höfuðborgarsvæðinu eftir ofankomuna um liðna helgi. Það hlýnar nefnilega ekki mikið fyrr en eftir helgina og gæti snjórinn því byrjað að bráðna þá en um helgina verður hiti í kringum frostmark þar sem víða verður frostlaust við ströndina á sunnudag en vægt frost inn til landsins. „Þetta verður rólegheita austanátt bæði á morgun og á sunnudag. Síðan á mánudag verður frostlaust og fer yfir í smá rigningu eða slyddu hér suðvestan til og einnig á þriðjudag en þetta er engin átakalægð og henni fylgir ekkert hvassviðri,“ segir Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur. Um helgina gæti svo orðið nokku kalt inn til landsins norðanlands þar sem frost nær hugsanlega 12 stigum og þá verður hægt vaxandi austan átt á morgun þar sem vindur gæti farið í 15 metra á sekúndu allra syðst með éljagangi suðastan og austanlands.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Skýjað eða skýjað með köflum um landið norðaustanvert og dálítil él, einkum við norðausturströndina. Frost 2 til 12 stig, en hiti sums staðar yfir frostmarki við sjávarsíðuna yfir hádaginn. Hægt vaxandi austanátt á morgun, 8-15 síðdegis, hvassast syðst. Dálítil él suðaustan- og austanlands, en annars bjartviðri. Minnkandi frost.Á laugardag:Hægt vaxandi austanátt, 8-15 m/s síðdegis, hvassast allra syðst. Dálítil él við suður- og austurströndina, annars bjartviðri. Dregur úr frosti.Á sunnudag:Norðaustlæg átt 8-15 m/s, hvassast við suðaustur- og austurströndina. Dálítil snjókoma og síðar slydda austantil á landinu, en þykknar upp vestantil. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á mánudag:Austan og norðaustan 5-13 m/s. Slydda eða rigning sunnan- og austantil, él á Vestfjörðum, en annars þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt og væta með köflum, en norðaustanátt og dálítil él norðvestantil. Kólnar lítið eitt.Á miðvikudag:Útlit fyrir vaxandi norðanátt með snjókomu um landið norðvestanvert. Annars hægari vindur og úrkomulítið. Kólnandi veður. Veður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Ekki er von á neinni hláku um helgina á suðvesturhorninu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands en enn er nokkuð mikið af snjó á höfuðborgarsvæðinu eftir ofankomuna um liðna helgi. Það hlýnar nefnilega ekki mikið fyrr en eftir helgina og gæti snjórinn því byrjað að bráðna þá en um helgina verður hiti í kringum frostmark þar sem víða verður frostlaust við ströndina á sunnudag en vægt frost inn til landsins. „Þetta verður rólegheita austanátt bæði á morgun og á sunnudag. Síðan á mánudag verður frostlaust og fer yfir í smá rigningu eða slyddu hér suðvestan til og einnig á þriðjudag en þetta er engin átakalægð og henni fylgir ekkert hvassviðri,“ segir Björn Sævar Einarsson, vakthafandi veðurfræðingur. Um helgina gæti svo orðið nokku kalt inn til landsins norðanlands þar sem frost nær hugsanlega 12 stigum og þá verður hægt vaxandi austan átt á morgun þar sem vindur gæti farið í 15 metra á sekúndu allra syðst með éljagangi suðastan og austanlands.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Skýjað eða skýjað með köflum um landið norðaustanvert og dálítil él, einkum við norðausturströndina. Frost 2 til 12 stig, en hiti sums staðar yfir frostmarki við sjávarsíðuna yfir hádaginn. Hægt vaxandi austanátt á morgun, 8-15 síðdegis, hvassast syðst. Dálítil él suðaustan- og austanlands, en annars bjartviðri. Minnkandi frost.Á laugardag:Hægt vaxandi austanátt, 8-15 m/s síðdegis, hvassast allra syðst. Dálítil él við suður- og austurströndina, annars bjartviðri. Dregur úr frosti.Á sunnudag:Norðaustlæg átt 8-15 m/s, hvassast við suðaustur- og austurströndina. Dálítil snjókoma og síðar slydda austantil á landinu, en þykknar upp vestantil. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á mánudag:Austan og norðaustan 5-13 m/s. Slydda eða rigning sunnan- og austantil, él á Vestfjörðum, en annars þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt og væta með köflum, en norðaustanátt og dálítil él norðvestantil. Kólnar lítið eitt.Á miðvikudag:Útlit fyrir vaxandi norðanátt með snjókomu um landið norðvestanvert. Annars hægari vindur og úrkomulítið. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira