Bryndís hjólar fyrir Stígamót um helgina: „Björguðu lífi mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. október 2017 13:30 Bryndís Ásmundsdóttir söng- og leikkona fer á spinninghjól í fyrsta skipti um helgina og hjólar þrefaldan tíma á góðgerðarviðburði. Á laugardaginn fer fram góðgerðarviðburðurinn Stærsti spinningtími ársins þar sem safnað verður fyrir Stígamót. Bryndís Ásmundsdóttir söng- og leikkona er ein þeirra sem ætlar að hjóla þrjá spinningtíma í röð. Hún safnar nú áheitum fyrir þetta málefni sem skiptir hana persónulega miklu máli. „Þetta er svo gott málefni og starfsemi Stígamóta er ólýsanleg og góð og ég hef sjálf góða reynslu af þeim. Svo fannst mér þetta svo skemmtileg hugmynd,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Sjálf leitaði hún fyrst til samtakana fyrir tveimur árum síðan.Leitar reglulega til Stígamóta„Ég leitaði til þeirra og þau, ásamt fleirum auðvitað, björguðu lífi mínu. Það er alveg á hreinu. Ég fer reglulega til þeirra til að viðhalda batanum.“ Á síðasta ári mætti Bryndís á spinningviðburðinn og söng fyrir þá sem voru að púla á hjólunum í salnum. Í ár tekur hún þetta skrefinu lengra og ætlar að hjóla alla þrjá tímana ásamt því að syngja í míkrófón með einhverjum vel völdum lögum. „Í fyrra mætti ég bara í fullum skrúða upp á svið og söng fyrir alla sveittu spinningrassana. Núna verður þetta áskorun fyrir mig.“Aldrei áður prófað spinningHver spinningtími er 45 mínútur og 15 mínútna pása verður á milli tíma. Sex kennarar sjá um að halda uppi stuðinu en stemningin á síðasta ári var ótrúlega góð. „Ég hef örugglega ekki hreyft á mér rassgatið í rúmt ár,“ segir Bryndís kát og viðurkennir að hún hafi aldrei á ævinni farið í spinningtíma. „Ég er svona allt eða ekkert týpa.“ Góðgerðarspinningtíminn fer fram í Fylkisheimilinu laugardaginn 7. október. Þar verður búið að koma öllum spinninghjólum World Class fyrir sem eru 350 talsins en Gatorade og World Class standa fyrir viðburðinum. Húsið opnar kl. 9:00 og hefst fyrsti spinningtíminn af þremur stundvíslega kl. 10:00. Hægt að kaupa sig inn í einn, tvo eða alla þrjá tímana. „Hver sem er getur mætt og fólk gerir þetta bara á sínum forsendum og á sínum hraða. Ég hvet alla til að mæta, þetta verður bara stuð,“ segir Bryndís.Alltaf skortur á aurÞeir sem vilja heita á Bryndísi geta lagt frjáls framlög inn á reikning 0537-26-407696, kennitala 451115-1540 og sett Bryndís í tilvísun. Ásamt Bryndísi eru þau Anna Lára Orlowska, Nökkvi Fjalar, Egill Ploder og Andrea Sigurðardóttir að safna áheitum í tengslum við þennan viðburð. Allir þeir sem taka þátt á laugardaginn borga 2.000 krónur fyrir hvern tíma og rennur allur ágóðinn til Stígamóta. Einnig er fólk hvatt til þess að leggja inn frjáls framlög á söfnunarreikninginn. „Starfsemin er æðisleg og ég veit bara að þau vilja gjarnan geta gert meira, eins og til dæmis fyrir landsbyggðina. Starfsmenn Stígamóta fara út á land nokkrum sinnum í mánuði til að hjálpa brotaþolum. Við vitum það bara að það er alltaf skortur á aur.“Miðasalan fer fram hér. Tengdar fréttir Stærsti spinningtími ársins fer fram um helgina Risastóri spinningtími World Class og Bleiku slaufunnar fer fram á sunnudaginn en um er að ræða risastóran spinningtíma sem þar sem öllum hjólum líkamsræktarstöðvarinnar World Class verður komið fyrir í Fylkisheimilinu en þau eru 350 talsins. 20. október 2016 16:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Á laugardaginn fer fram góðgerðarviðburðurinn Stærsti spinningtími ársins þar sem safnað verður fyrir Stígamót. Bryndís Ásmundsdóttir söng- og leikkona er ein þeirra sem ætlar að hjóla þrjá spinningtíma í röð. Hún safnar nú áheitum fyrir þetta málefni sem skiptir hana persónulega miklu máli. „Þetta er svo gott málefni og starfsemi Stígamóta er ólýsanleg og góð og ég hef sjálf góða reynslu af þeim. Svo fannst mér þetta svo skemmtileg hugmynd,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. Sjálf leitaði hún fyrst til samtakana fyrir tveimur árum síðan.Leitar reglulega til Stígamóta„Ég leitaði til þeirra og þau, ásamt fleirum auðvitað, björguðu lífi mínu. Það er alveg á hreinu. Ég fer reglulega til þeirra til að viðhalda batanum.“ Á síðasta ári mætti Bryndís á spinningviðburðinn og söng fyrir þá sem voru að púla á hjólunum í salnum. Í ár tekur hún þetta skrefinu lengra og ætlar að hjóla alla þrjá tímana ásamt því að syngja í míkrófón með einhverjum vel völdum lögum. „Í fyrra mætti ég bara í fullum skrúða upp á svið og söng fyrir alla sveittu spinningrassana. Núna verður þetta áskorun fyrir mig.“Aldrei áður prófað spinningHver spinningtími er 45 mínútur og 15 mínútna pása verður á milli tíma. Sex kennarar sjá um að halda uppi stuðinu en stemningin á síðasta ári var ótrúlega góð. „Ég hef örugglega ekki hreyft á mér rassgatið í rúmt ár,“ segir Bryndís kát og viðurkennir að hún hafi aldrei á ævinni farið í spinningtíma. „Ég er svona allt eða ekkert týpa.“ Góðgerðarspinningtíminn fer fram í Fylkisheimilinu laugardaginn 7. október. Þar verður búið að koma öllum spinninghjólum World Class fyrir sem eru 350 talsins en Gatorade og World Class standa fyrir viðburðinum. Húsið opnar kl. 9:00 og hefst fyrsti spinningtíminn af þremur stundvíslega kl. 10:00. Hægt að kaupa sig inn í einn, tvo eða alla þrjá tímana. „Hver sem er getur mætt og fólk gerir þetta bara á sínum forsendum og á sínum hraða. Ég hvet alla til að mæta, þetta verður bara stuð,“ segir Bryndís.Alltaf skortur á aurÞeir sem vilja heita á Bryndísi geta lagt frjáls framlög inn á reikning 0537-26-407696, kennitala 451115-1540 og sett Bryndís í tilvísun. Ásamt Bryndísi eru þau Anna Lára Orlowska, Nökkvi Fjalar, Egill Ploder og Andrea Sigurðardóttir að safna áheitum í tengslum við þennan viðburð. Allir þeir sem taka þátt á laugardaginn borga 2.000 krónur fyrir hvern tíma og rennur allur ágóðinn til Stígamóta. Einnig er fólk hvatt til þess að leggja inn frjáls framlög á söfnunarreikninginn. „Starfsemin er æðisleg og ég veit bara að þau vilja gjarnan geta gert meira, eins og til dæmis fyrir landsbyggðina. Starfsmenn Stígamóta fara út á land nokkrum sinnum í mánuði til að hjálpa brotaþolum. Við vitum það bara að það er alltaf skortur á aur.“Miðasalan fer fram hér.
Tengdar fréttir Stærsti spinningtími ársins fer fram um helgina Risastóri spinningtími World Class og Bleiku slaufunnar fer fram á sunnudaginn en um er að ræða risastóran spinningtíma sem þar sem öllum hjólum líkamsræktarstöðvarinnar World Class verður komið fyrir í Fylkisheimilinu en þau eru 350 talsins. 20. október 2016 16:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Stærsti spinningtími ársins fer fram um helgina Risastóri spinningtími World Class og Bleiku slaufunnar fer fram á sunnudaginn en um er að ræða risastóran spinningtíma sem þar sem öllum hjólum líkamsræktarstöðvarinnar World Class verður komið fyrir í Fylkisheimilinu en þau eru 350 talsins. 20. október 2016 16:30