Veðustofan varar við alhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli á öðrum degi jóla og snörpum vindhviðum nærri fjöllum þar. Hvessa á í veðri á landinu í kvöld og nótt.
Gul viðvörun er í gildi vegna norðanhvassviðris á Suðausturlandi. Þar gætu vindhviður náð 35 m/s undir Vatnajökli, einkum austan Öræfa.
Spáð er norðlægri átt, víða 8-13 m/s og éljum á norðanverðu landinu í dag en bjartviðri syðra.
Í kvöld og nótt á að hvessa með 13-20 m/s norðan- og norðaustanátt á morgun, hvassast suðaustantil. Spáð er snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, annars úrkomulausu að kalla. Frost eitt til tíu stig, mest inn til landsins.

