Tara gerir upp viðtalið: „Mun standa með þessu svari mínu fram í rauðan dauðann“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2017 23:15 Sindri Sindrason og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir í fréttasetti Stöðvar 2. Vísir „Ég mun standa með þessu svari mínu fram í rauðan dauðann,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, í pistli sem hún birtir á Facebook en í honum gerir hún upp viðtalið sem Sindri Sindrason, fréttaþulur á Stöð 2, tók við hana síðastliðið mánudagskvöld. Þar ræddu þau ráðstefnuna Truflandi tilvist sem haldin var um liðna helgi. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri væri manneskja í forréttindastöðu sem hann var ekki sammála og taldi upp að hann væri hommi, væri fyrsti samkynhneigði maðurinn á Íslandi til að ættleiða barn, sem væri auk þess litað, og giftur hálfum útlendingi.Hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal:Ræddust við fyrir útsendingu Í pistli sínum segist Tara hafa fengið boð um að mæta í viðtal í fréttatíma Stöðvar 2 þar sem ekkert myndi koma henni á óvart. Hún segir Sindra hafa rætt við hana fyrir útsendinguna og meðal annars sagt henni hvaða spurningar hann ætlaði að bera upp í beinni útsendingu. Hún segist hafa undirbúið sig með hliðsjón af þessum spurningum og miðað við þá stöðu að spjall þeirra ætti að verða þægilegt og átakalaust. Tara segir fyrri hluta viðtalsins hafa gengið ótrúlega vel en að Sindri hafi þá farið algjörlega út fyrir það sem hann hafði sagst ætla að spyrja hana um þegar þau ræddu saman fyrir þáttinn. „Og byrjar að tala um að nú sé annað hvert barn með greiningar. Ég veit ekki hvað er að gerast, mér er komið algjörlega í opna skjöldu fyrir augum allra landsmanna,“ segir Tara.Tara Margrét er formaður Samtaka um líkamsvirðingu.Vísir/HannaSegist hafa panikkað Hún segist hafa panikkað og þá hafi Sindri spurt hvort fordómar séu svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, hvort fordómar séu ekki svolítið inni í okkur sjálfum. „Þar sem ég var nýkomin af ráðstefnu þar sem mest var rætt um að við sem einstaklingar gætum og ættum ekki að taka ábyrgð á eigin jaðarsetningu og að við þyrftum að stinga á forréttindabóluna hjá hvoru öðru, og þar sem ég var stödd í settinu undir þeim fyrirmælum að fræða fólk heima um það sem ég lærði að þá svaraði ég eins og ég svaraði. Ég sagði: “Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og…”. Ég náði ekki lengra í útskýringu minni því hann greip fram í fyrir mér,“ segir Tara.Stendur með svari sínu Hún segist standa með þessu svari sínu og segir að hún hafi upplifað að brotið hefði verið á henni í beinni útsendingu þegar Sindri kom henni algjörlega í opna skjöldu með viðbótarspurningunum. Hún segist hafa verið í fullum rétti til að álykta að að þetta hefði komið beint frá honum sem persónu en ekki sem hlutlausum fréttaþuli. „Í fyrsta lagi vegna þess að 1) hann kom með þessar spurningar alveg óvænt frá sjálfum sér. Að hann skuli ekki hafa notað betra orð en „within“ í spurningunni bendir til þess hvað þetta var óundirbúið og 2) hann sagði “Svo velti ÉG* öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir“ (*áhersla er mín). Þar setti hann eigin persónu inn í spurninguna að fyrrabragði, þó að einhverjir vilja meina að ég hafi gert það fyrst með því að svara „já“ þegar hann spyr hvort ég hafi verið að tala um hann,“ segir Tara.Segist ekki hafa haldið því fram að Sindri hefði aldrei upplifað fordóma Hún segist ekki hafa verið að halda því fram að Sindri hefði aldrei upplifað fordóma þegar hún svaraði honum að spurning hans benti til þess að spyrjandinn væri í forréttindastöðu. „Það er ekki það sem þessi fullyrðing þýðir. Eins og áður hefur komið fram að þá hafa allir einstaklingar innan jaðarsettra hópa einhver forréttindi. Ég er feit, fötluð kona. Það jaðarsetur mig. Ég er hinsvegar líka hvít, gagnkynhneigð, menntuð kona. Fötlun mín er ósýnileg. Ég bý við öruggar húsnæðisaðstæður og á bíl. Ég er ekki spurð reglulega hvort ég hafi typpi eða píku, hvernig ég komist á klósettið eða hvernig ég stundi kynlíf. Það eru gífurleg forréttindi sem margir aðrir hafa ekki. Ég er því á sama tíma í jaðar- og forréttindastöðu.“Varð hissa á hegðuninniSindri Sindrason sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að hann hefði orðið hissa á svari Töru en Tara segist sjálf orðið hissa á hegðun hans. „Það er ástæða fyrir því að fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið. Það er vegna þess að fjölmiðlar og einstakir blaðamenn innan þeirra hafa gífurlegt vald. Þarna var hann algjörlega á sínum heimavelli meðan ég er frekar óreynd á þessu sviði. Fréttaþulurinn er fagmaðurinn þarna. Hann fær mig sem viðmælanda í viðtal á ákveðnum forsendum sem hann stendur svo ekki við. Í beinni. Viðmælandinn á aldrei að bera neina skyldu til að fræða sig um fréttaþulinn áður en í viðtalið er komið. Ég á ekki að þurfa að vita hans lífsögu og reynslu. Ástæðan er einföld. Fjölmiðlamenn, og þá sérstaklega i þessum aðstæðum, eiga ekki að vera að blanda eigin persónu inn í málefnið sem verið er að ræða um og sérstaklega ekki á jafn óviðeigandi hátt,“ segir Tara.„Þið munið aldrei, nokkurn tímann þagga niður í mér“ Hún segir þennan pistil sinn skrifaðan fyrir fólkið í miðjunni sem veit ekki alveg hvað því á að finnast en fyrst og fremst sé hann skrifaður fyrir það baráttufólk og aktivista sem hafa fylgst með umræðunni undanfarna daga og upplifað vonleysi. Hún segist gera sér grein fyrir því að margir þeirra sem munu lesa pistil hennar muni kalla hana vælandi feitabollu sem á ekkert minna skilið en samfélagslega útskúfun. „Við ykkur vil ég segja: Þið munið aldrei, nokkurn tímann þagga niður í mér eða öðrum jaðarsettum hópum. Aldrei!,“ segir Tara.Pistil hennar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ Sindri Sindrason segist ekki hafa búist við þessu svari frá viðmælanda sínum. 7. mars 2017 17:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Ég mun standa með þessu svari mínu fram í rauðan dauðann,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, í pistli sem hún birtir á Facebook en í honum gerir hún upp viðtalið sem Sindri Sindrason, fréttaþulur á Stöð 2, tók við hana síðastliðið mánudagskvöld. Þar ræddu þau ráðstefnuna Truflandi tilvist sem haldin var um liðna helgi. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri væri manneskja í forréttindastöðu sem hann var ekki sammála og taldi upp að hann væri hommi, væri fyrsti samkynhneigði maðurinn á Íslandi til að ættleiða barn, sem væri auk þess litað, og giftur hálfum útlendingi.Hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal:Ræddust við fyrir útsendingu Í pistli sínum segist Tara hafa fengið boð um að mæta í viðtal í fréttatíma Stöðvar 2 þar sem ekkert myndi koma henni á óvart. Hún segir Sindra hafa rætt við hana fyrir útsendinguna og meðal annars sagt henni hvaða spurningar hann ætlaði að bera upp í beinni útsendingu. Hún segist hafa undirbúið sig með hliðsjón af þessum spurningum og miðað við þá stöðu að spjall þeirra ætti að verða þægilegt og átakalaust. Tara segir fyrri hluta viðtalsins hafa gengið ótrúlega vel en að Sindri hafi þá farið algjörlega út fyrir það sem hann hafði sagst ætla að spyrja hana um þegar þau ræddu saman fyrir þáttinn. „Og byrjar að tala um að nú sé annað hvert barn með greiningar. Ég veit ekki hvað er að gerast, mér er komið algjörlega í opna skjöldu fyrir augum allra landsmanna,“ segir Tara.Tara Margrét er formaður Samtaka um líkamsvirðingu.Vísir/HannaSegist hafa panikkað Hún segist hafa panikkað og þá hafi Sindri spurt hvort fordómar séu svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, hvort fordómar séu ekki svolítið inni í okkur sjálfum. „Þar sem ég var nýkomin af ráðstefnu þar sem mest var rætt um að við sem einstaklingar gætum og ættum ekki að taka ábyrgð á eigin jaðarsetningu og að við þyrftum að stinga á forréttindabóluna hjá hvoru öðru, og þar sem ég var stödd í settinu undir þeim fyrirmælum að fræða fólk heima um það sem ég lærði að þá svaraði ég eins og ég svaraði. Ég sagði: “Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og…”. Ég náði ekki lengra í útskýringu minni því hann greip fram í fyrir mér,“ segir Tara.Stendur með svari sínu Hún segist standa með þessu svari sínu og segir að hún hafi upplifað að brotið hefði verið á henni í beinni útsendingu þegar Sindri kom henni algjörlega í opna skjöldu með viðbótarspurningunum. Hún segist hafa verið í fullum rétti til að álykta að að þetta hefði komið beint frá honum sem persónu en ekki sem hlutlausum fréttaþuli. „Í fyrsta lagi vegna þess að 1) hann kom með þessar spurningar alveg óvænt frá sjálfum sér. Að hann skuli ekki hafa notað betra orð en „within“ í spurningunni bendir til þess hvað þetta var óundirbúið og 2) hann sagði “Svo velti ÉG* öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir“ (*áhersla er mín). Þar setti hann eigin persónu inn í spurninguna að fyrrabragði, þó að einhverjir vilja meina að ég hafi gert það fyrst með því að svara „já“ þegar hann spyr hvort ég hafi verið að tala um hann,“ segir Tara.Segist ekki hafa haldið því fram að Sindri hefði aldrei upplifað fordóma Hún segist ekki hafa verið að halda því fram að Sindri hefði aldrei upplifað fordóma þegar hún svaraði honum að spurning hans benti til þess að spyrjandinn væri í forréttindastöðu. „Það er ekki það sem þessi fullyrðing þýðir. Eins og áður hefur komið fram að þá hafa allir einstaklingar innan jaðarsettra hópa einhver forréttindi. Ég er feit, fötluð kona. Það jaðarsetur mig. Ég er hinsvegar líka hvít, gagnkynhneigð, menntuð kona. Fötlun mín er ósýnileg. Ég bý við öruggar húsnæðisaðstæður og á bíl. Ég er ekki spurð reglulega hvort ég hafi typpi eða píku, hvernig ég komist á klósettið eða hvernig ég stundi kynlíf. Það eru gífurleg forréttindi sem margir aðrir hafa ekki. Ég er því á sama tíma í jaðar- og forréttindastöðu.“Varð hissa á hegðuninniSindri Sindrason sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að hann hefði orðið hissa á svari Töru en Tara segist sjálf orðið hissa á hegðun hans. „Það er ástæða fyrir því að fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið. Það er vegna þess að fjölmiðlar og einstakir blaðamenn innan þeirra hafa gífurlegt vald. Þarna var hann algjörlega á sínum heimavelli meðan ég er frekar óreynd á þessu sviði. Fréttaþulurinn er fagmaðurinn þarna. Hann fær mig sem viðmælanda í viðtal á ákveðnum forsendum sem hann stendur svo ekki við. Í beinni. Viðmælandinn á aldrei að bera neina skyldu til að fræða sig um fréttaþulinn áður en í viðtalið er komið. Ég á ekki að þurfa að vita hans lífsögu og reynslu. Ástæðan er einföld. Fjölmiðlamenn, og þá sérstaklega i þessum aðstæðum, eiga ekki að vera að blanda eigin persónu inn í málefnið sem verið er að ræða um og sérstaklega ekki á jafn óviðeigandi hátt,“ segir Tara.„Þið munið aldrei, nokkurn tímann þagga niður í mér“ Hún segir þennan pistil sinn skrifaðan fyrir fólkið í miðjunni sem veit ekki alveg hvað því á að finnast en fyrst og fremst sé hann skrifaður fyrir það baráttufólk og aktivista sem hafa fylgst með umræðunni undanfarna daga og upplifað vonleysi. Hún segist gera sér grein fyrir því að margir þeirra sem munu lesa pistil hennar muni kalla hana vælandi feitabollu sem á ekkert minna skilið en samfélagslega útskúfun. „Við ykkur vil ég segja: Þið munið aldrei, nokkurn tímann þagga niður í mér eða öðrum jaðarsettum hópum. Aldrei!,“ segir Tara.Pistil hennar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ Sindri Sindrason segist ekki hafa búist við þessu svari frá viðmælanda sínum. 7. mars 2017 17:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01
Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ Sindri Sindrason segist ekki hafa búist við þessu svari frá viðmælanda sínum. 7. mars 2017 17:54