Aldrei séð svona mikið úrhelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 14:45 Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði segir hvorki sig né föður sinn hafa séð aðra eins úrkomu eins og þá sem gengið hefur yfir austanvert landið undanfarin sólarhring. „Það er allt á floti alls staðar eins og segir í laginu,“ segir Eiður sem er fæddur og uppalinn á Bragðavöllum um 11 kílómetra vestan af Djúpavogi. Þar hefur faðir hans, Guðmundur Ragnar Eiðsson, búið frá 1970 og aldrei hafi rignt eins og nú. „Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi,“ segir Eiður. Rignt hafi í gær en svo hafi úrhellið byrjað eftir miðnætti.„Það rigndi alveg svakalega mikið í nótt,“ segir Eiður. Hann hafi merkt það að vatnið í Hamarsá hafi þegar verið búið að hækka töluvert í morgun klukkan sjö. Hún hafi hækkað enn meira í framhaldinu en nú sé aðeins farið að sjatna aftur.„En það er enn að bæta í rigninguna svo maður veit ekki hvernig þetta verður.“Að neðan má sjá myndband sem Eiður tók í hádeginu í dag.Eiður leyfði blaðamanni að hlusta á rigninguna dynja á þakinu á bænum í gegnum símann. Ekki fer milli mála að úrhellið er gríðarlegt.Þá segir Eiður að vegurinn inn að Hamarsseli sé á kafi. Bóndinn þar sem því lokaður inni en vegurinn sinni einnig hlutverki varnargarðs. Vegagerðin standi vaktina og reyni að halda honum eins og hægt sé.Frá björgunaraðgerðum í Lóni í A-Skaftafellssýslu. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir tún í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga.LandsbjörgVíða á Austurlandi er sauðfé í hættu vegna vatnavaxtanna. Óttast er að lömb hafi drukknað í Fljótsdal af þeim sökum eins og lesa má um hér.Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að vegir á Suðaustur- og Austurlandi hafi skemmst allvíða vegna vatnavaxta s.s. þar sem runnið hefur úr vegköntum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 við Hómsá á Mýrum, vegurinn er fær en þar er rétt að fara um með varúð. Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum - og eins er vegurinn upp í Laka ófær vegna vatnsskemmda.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, bróðir Eiðs, tók af Hamarsánni í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30