Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 14:30 Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. Mynd/Landsbjörg Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45