„Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 11:28 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir. Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir.
Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00