Kórar Íslands: Flugfreyjukór Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2017 10:04 Flugfreyjukór Icelandair. Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans. Kórar Íslands Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans.
Kórar Íslands Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira