Gott að gleyma sér í söng Elín Albertsdóttir skrifar 12. október 2017 14:00 Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og námsmaður hefur tvisvar verið þátttakandi í Söngvakeppni sjónvarpsins. MYND/ERNIR Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni. Eurovision Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni.
Eurovision Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira