Heldur kosningapartí á Tenerife Guðný Hrönn skrifar 27. október 2017 12:15 Herdís og Sævar fá gesti á öllum aldri á Nostalgiu. Hér eru þau ásamt yngsta gestinum sem heimsótt hefur barinn. „Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn. Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn.
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira