Kótilettan reynir við frægustu kokka heims Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2017 06:00 Hver veit nema þessir kokkar komi til með að standa við grillið á Selfossi. vísir/getty/getty/getty Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira