Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 6. júní 2017 13:49 Fjárhæðin kemur meðal annars úr neyðarsjóði Rauða krossins, sem álitinn er tryggingasjóður vegna áfalla sem íslenskt samfélag og Rauði krossinn á Íslandi verður fyrir. Vísir/ Rauði krossinn Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. Fjárhæðin kemur meðal annars úr neyðarsjóði Rauða krossins, sem álitinn er tryggingasjóður vegna áfalla sem íslenskt samfélag og Rauði krossinn á Íslandi verður fyrir. Fé úr sjóðnum hefur ekki verið notað til erlendra verkefna síðan árið 2005 þegar Pakistan var veitt neyðaraðstoð vegna jarðskjálfta sem þar varð. Sjóðurinn hefur þó verið notaður vegna hamfara innanlands. Einnig er notast við styrktarfé frá mannvinum Rauða krossins sem og styrki frá Utanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Rauða krossinum er ástandið í þessum löndum til komið vegan átaka sem þar hafa geysað en þurrkar hafa einnig verið tíðir. Hungursneyð hefur þó ekki verið lýst yfir sem stendur að undanskildum ákveðnum svæðum í Suður- Súdan. Síðast var lýst yfir hungursneið í Sómalíu árið 2011.Börn alvarlega vannærð Kristín S. Hjáltýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins hefur verið í Sómalíu og séð hversu slæmt ástandið er með eigin augum. „Ástandið er hræðilegt og miklu verra en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Börn, þungaðar konur og gamalmenni verða verst úti í svona ástandi og það er hópurinn sem við reynum mest að hlúa að og veita stuðning. Mér fannst verst að horfa á lítil börn, nokkurra mánaða, með alvarlega vannæringu en það var líka huggum harmi gegn að horfa á starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Sómalíu bjarga lífi þessara barna með jarðhnetumauki og bólusetningum. Við erum að bjarga lífum á hverjum einasta degi og það kostar oft ekki nema þúsund krónur að koma vannærðu barni til heilbrigðis með þessu jarðhnetumauki. Sá sem leggur þannig þúsund krónur til Rauða krossins er að bjarga barni og hver Mannvinur Rauða krossins bjargar meira en tíu börnum. Og það eru einmitt Mannvinir Rauða krossins, almenningur og íslensk stjórnvöld sem hafa gert okkur kleift með okkar framlagi að bjarga þúsundum og kannski tugþúsundum barna. Það er ekki lítið og við getum verið stolt af því,“ segir Kristín og vitnar til þjóðarsálar Íslendinga sem hún segir skilja ástand sem þetta enda ekki sé langt síðan Ísland var fátækt ríki. „Ísland fékk í raun umfangsmikla efnahagsaðstoð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar sem gerði okkur kleift að brjótast úr fátækt og til vel stæðs samfélags. Við erum því lifandi og gott dæmi um hvernig utanaðkomandi stuðningur skiptir höfuðmáli til að verða sjálfbjarga og geta svo lagt að mörkum til annarra þjóða sem standa í þeim sporum sem við áður gerðum að hluta til,“ segir Kristín. Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 40 milljónir í neyðaraðstoð Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna 8. mars 2017 10:59 Íslendingar senda 16,5 milljónir króna til Jemen Samhliða hefst neyðarsöfnun fyrir Suður-Súdan og Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar, en þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður-Súdan. 14. mars 2017 14:02 UNICEF hefur neyðarsöfnun fyrir hungruð börn í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. 10. apríl 2017 10:15 Milljónir manna í hættu Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum, segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. Fjárhæðin kemur meðal annars úr neyðarsjóði Rauða krossins, sem álitinn er tryggingasjóður vegna áfalla sem íslenskt samfélag og Rauði krossinn á Íslandi verður fyrir. Fé úr sjóðnum hefur ekki verið notað til erlendra verkefna síðan árið 2005 þegar Pakistan var veitt neyðaraðstoð vegna jarðskjálfta sem þar varð. Sjóðurinn hefur þó verið notaður vegna hamfara innanlands. Einnig er notast við styrktarfé frá mannvinum Rauða krossins sem og styrki frá Utanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Rauða krossinum er ástandið í þessum löndum til komið vegan átaka sem þar hafa geysað en þurrkar hafa einnig verið tíðir. Hungursneyð hefur þó ekki verið lýst yfir sem stendur að undanskildum ákveðnum svæðum í Suður- Súdan. Síðast var lýst yfir hungursneið í Sómalíu árið 2011.Börn alvarlega vannærð Kristín S. Hjáltýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins hefur verið í Sómalíu og séð hversu slæmt ástandið er með eigin augum. „Ástandið er hræðilegt og miklu verra en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Börn, þungaðar konur og gamalmenni verða verst úti í svona ástandi og það er hópurinn sem við reynum mest að hlúa að og veita stuðning. Mér fannst verst að horfa á lítil börn, nokkurra mánaða, með alvarlega vannæringu en það var líka huggum harmi gegn að horfa á starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Sómalíu bjarga lífi þessara barna með jarðhnetumauki og bólusetningum. Við erum að bjarga lífum á hverjum einasta degi og það kostar oft ekki nema þúsund krónur að koma vannærðu barni til heilbrigðis með þessu jarðhnetumauki. Sá sem leggur þannig þúsund krónur til Rauða krossins er að bjarga barni og hver Mannvinur Rauða krossins bjargar meira en tíu börnum. Og það eru einmitt Mannvinir Rauða krossins, almenningur og íslensk stjórnvöld sem hafa gert okkur kleift með okkar framlagi að bjarga þúsundum og kannski tugþúsundum barna. Það er ekki lítið og við getum verið stolt af því,“ segir Kristín og vitnar til þjóðarsálar Íslendinga sem hún segir skilja ástand sem þetta enda ekki sé langt síðan Ísland var fátækt ríki. „Ísland fékk í raun umfangsmikla efnahagsaðstoð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar sem gerði okkur kleift að brjótast úr fátækt og til vel stæðs samfélags. Við erum því lifandi og gott dæmi um hvernig utanaðkomandi stuðningur skiptir höfuðmáli til að verða sjálfbjarga og geta svo lagt að mörkum til annarra þjóða sem standa í þeim sporum sem við áður gerðum að hluta til,“ segir Kristín.
Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 40 milljónir í neyðaraðstoð Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna 8. mars 2017 10:59 Íslendingar senda 16,5 milljónir króna til Jemen Samhliða hefst neyðarsöfnun fyrir Suður-Súdan og Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar, en þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður-Súdan. 14. mars 2017 14:02 UNICEF hefur neyðarsöfnun fyrir hungruð börn í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. 10. apríl 2017 10:15 Milljónir manna í hættu Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum, segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00
40 milljónir í neyðaraðstoð Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna 8. mars 2017 10:59
Íslendingar senda 16,5 milljónir króna til Jemen Samhliða hefst neyðarsöfnun fyrir Suður-Súdan og Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar, en þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður-Súdan. 14. mars 2017 14:02
UNICEF hefur neyðarsöfnun fyrir hungruð börn í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. 10. apríl 2017 10:15
Milljónir manna í hættu Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum, segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. 10. apríl 2017 07:00