Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2017 22:00 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Valli „Ég hef bara fengið alveg gríðarleg viðbrögð,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður, aðspurð um viðbrögð fólks við frásögn hennar í þættinum Silfrinu á RÚV í gær. Viðtalið vakti mikla athygli en í því segir Steinunn Valdís frá hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vegna starfa sinna í stjórnmálum. Hún vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið.Augljóst að viðtalið hreyfði við konumSteinunn segir í samtali við Vísi að athyglin sem viðtalið fékk hafi komið henni mjög á óvart. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikla athygli þetta fékk og hversu ofboðslega sterk áhrifin virðast hafa verið.“ Steinunn Valdís var á meðal þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í Facebook-hópi stjórnmálakvenna á dögunum. Hópurinn er tileinkaður #MeToo-hreyfingunni og er vettvangur fyrir konur til að stíga fram og segja frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum,“ segir Steinunn Valdís.Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.vísir/gva„Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál“Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku vorið 2010. Aðdragandi afsagnarinnar var markeraður af ítrekuðum mótmælum fyrir utan heimili hennar vegna styrkja sem hún hafði þegið, haft var í hótunum við hana og hvatt til þess að henni yrði nauðgað. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var kjörin formaður Samfylkingarinnar árið 2009 og fór því fyrir flokknum þegar afsögn Steinunnar Valdísar bar að garði. Jóhanna tjáði sig um málið við Ríkisútvarpið í kvöld. Hún sagði það „vægast sagt dapurlegt og gjörsamlega til skammar“ að Steinunn Valdís hefði verið „lögð í einelti meðan sumir karlar, sem höfðu fengið sambærilega styrki, voru látnir í friði.“ Þá sagði Jóhanna enn fremur að Samfylkingin hafi mótmælt aðförinni sem Steinunn Valdís varð fyrir á heimili sínu. Flokkurinn hefði þó sjálfsagt mátt gera meira. Aðspurð vill Steinunn Valdís ekki tjá sig um þessi ummæli fyrrverandi flokkssystur sinnar. „Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál.“ Þá vill hún heldur ekki tjá sig um viðbrögð flokksins við aðförinni og hótununum á sínum tíma. „Það er annarra mál í dag. Það er ekki mitt mál,“ segir Steinunn Valdís.Steinunn Valdís í ræðustól Alþingis. Hún var sextán ár í stjórnmálum.vísir/gvaKærði aldrei og vill ekki tjá sig um þaðSteinunn Valdís lagði aldrei fram kæru vegna ummæla sem höfð voru um hana. Hún varð til að mynda fyrir aðkasti á vefsíðu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Þá hefur Steinunn auk þess greint frá því að Ásgeir Davíðsson, sem gekk undir nafninu Geiri á Goldfinger, hafi hvatt til þess að „karlar tækju sig saman og nauðguðu mér.“ Um ástæður fyrir því að hún hafi ekki kært ummælin eða aðrar hótanir í sinn garð vill Steinunn Valdís sem minnst segja. „Nei, ég ætla ekki að tjá um það. Ég sagði það sem ég vildi segja í gær,“ segir Steinunn Valdís sem telur sínum þátt í málinu lokið. „Svo fer þetta bara í einhvern farveg og það er þá bara einhverra annarra að finna því þann farveg sem fólk vill. Það er bara ekkert mitt að taka þetta eitthvað lengra. Þetta fer í einhverjar áttir og ég er viss um að það kemur eitthvað gott út úr þessu.“ Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Ég hef bara fengið alveg gríðarleg viðbrögð,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður, aðspurð um viðbrögð fólks við frásögn hennar í þættinum Silfrinu á RÚV í gær. Viðtalið vakti mikla athygli en í því segir Steinunn Valdís frá hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vegna starfa sinna í stjórnmálum. Hún vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið.Augljóst að viðtalið hreyfði við konumSteinunn segir í samtali við Vísi að athyglin sem viðtalið fékk hafi komið henni mjög á óvart. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikla athygli þetta fékk og hversu ofboðslega sterk áhrifin virðast hafa verið.“ Steinunn Valdís var á meðal þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í Facebook-hópi stjórnmálakvenna á dögunum. Hópurinn er tileinkaður #MeToo-hreyfingunni og er vettvangur fyrir konur til að stíga fram og segja frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum,“ segir Steinunn Valdís.Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.vísir/gva„Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál“Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku vorið 2010. Aðdragandi afsagnarinnar var markeraður af ítrekuðum mótmælum fyrir utan heimili hennar vegna styrkja sem hún hafði þegið, haft var í hótunum við hana og hvatt til þess að henni yrði nauðgað. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var kjörin formaður Samfylkingarinnar árið 2009 og fór því fyrir flokknum þegar afsögn Steinunnar Valdísar bar að garði. Jóhanna tjáði sig um málið við Ríkisútvarpið í kvöld. Hún sagði það „vægast sagt dapurlegt og gjörsamlega til skammar“ að Steinunn Valdís hefði verið „lögð í einelti meðan sumir karlar, sem höfðu fengið sambærilega styrki, voru látnir í friði.“ Þá sagði Jóhanna enn fremur að Samfylkingin hafi mótmælt aðförinni sem Steinunn Valdís varð fyrir á heimili sínu. Flokkurinn hefði þó sjálfsagt mátt gera meira. Aðspurð vill Steinunn Valdís ekki tjá sig um þessi ummæli fyrrverandi flokkssystur sinnar. „Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál.“ Þá vill hún heldur ekki tjá sig um viðbrögð flokksins við aðförinni og hótununum á sínum tíma. „Það er annarra mál í dag. Það er ekki mitt mál,“ segir Steinunn Valdís.Steinunn Valdís í ræðustól Alþingis. Hún var sextán ár í stjórnmálum.vísir/gvaKærði aldrei og vill ekki tjá sig um þaðSteinunn Valdís lagði aldrei fram kæru vegna ummæla sem höfð voru um hana. Hún varð til að mynda fyrir aðkasti á vefsíðu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Þá hefur Steinunn auk þess greint frá því að Ásgeir Davíðsson, sem gekk undir nafninu Geiri á Goldfinger, hafi hvatt til þess að „karlar tækju sig saman og nauðguðu mér.“ Um ástæður fyrir því að hún hafi ekki kært ummælin eða aðrar hótanir í sinn garð vill Steinunn Valdís sem minnst segja. „Nei, ég ætla ekki að tjá um það. Ég sagði það sem ég vildi segja í gær,“ segir Steinunn Valdís sem telur sínum þátt í málinu lokið. „Svo fer þetta bara í einhvern farveg og það er þá bara einhverra annarra að finna því þann farveg sem fólk vill. Það er bara ekkert mitt að taka þetta eitthvað lengra. Þetta fer í einhverjar áttir og ég er viss um að það kemur eitthvað gott út úr þessu.“
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00