Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt 18. október 2017 06:00 Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Stöðugleiki í könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis vekur mikla athygli, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í síðustu þremur könnunum blaðsins hafa Vinstri græn verið með á bilinu 27 til 30 prósenta fylgi. Munurinn á milli kannana er innan vikmarka, sem eru þrjú prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fylgi á bilinu 22-23 prósent allt frá könnun sem gerð var 18. september síðastliðinn.Baldur Þórhallsson.vísir/valli„Það virðist vera erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að rífa sig upp núna á síðustu metrunum heldur en var fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum gekk mjög vel á síðustu dögum kosningabaráttunnar síðast,“ segir Baldur. Til útskýringar má benda á að í könnun sem Fréttablaðið birti 12. október í fyrra var flokkurinn með tæplega 23 prósent fylgi. Í könnun sem blaðið birti 19. október var flokkurinn kominn upp í tæp 24 prósent. Tæpum tíu dögum síðar, eða í könnun sem birt var 28. október, var fylgið svo komið upp í rúm 27 prósent. Þegar kosið var daginn eftir fékk flokkurinn svo 29 prósent atkvæða upp úr kjörkössunum. Baldur telur að fylgi flokkanna geti mögulega verið sest upp að einhverju marki. „Stóra breytingin er hins vegar sú að Miðflokkurinn er að koma mjög sterkur inn og það virðist vera á kostnað Flokks fólksins og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Ljóst sé að ef fylgið verði líkt því sem könnun Fréttablaðsins sýnir verði erfitt að mynda ríkisstjórn. „Sú ríkisstjórn sem helst er í spilunum, ef að þeir flokkar ná meirihluta, er ríkisstjórn VG, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins,“ segir Baldur. Hins vegar vantar flokkana nokkuð fylgi til þess að það verði að veruleika. Baldur telur að margir flokkar sem nái mönnum inn á þing geti átt erfitt með að vinna með Miðflokknum og hið sama eigi við um Flokk fólksins. „Píratar geta vel komið inn í myndina, sérstaklega ef þessir þrír flokkar sem ég nefndi áðan ná ekki meirihluta en það virðist vera tregða hjá forystumönnum margra flokka að vinna með Pírötum. Þeir virðast ekki treysta þeim og óttast að þegar á reyni muni Píratar ekki standast þá áraun sem geti verið að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisstjórn.“ Baldur telur að eftir því sem erfiðara verði fyrir VG að mynda mið-vinstristjórn aukist líkurnar á samstarfi stóru flokkanna tveggja, VG og Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Flokkur fólksins fengi ekki kjörna þingmenn ef kosið væri nú. Viðreisn fengi hins vegar kjörna menn. Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar eru jafnstór í nýrri könnun. 17. október 2017 04:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent