Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2017 16:00 Vésteinn Valgarðsson er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Stefán Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við höfðum samband við bæði Sósíalistaflokk Íslands og Dögun, hér um það bil leið og það var ljóst að það yrði boðað til kosninga. Við buðum þeim að senda fulltrúa til að eiga við okkur óskuldbindandi viðræður um samstarf í kosningunum. Við vorum þá með í huga sameiginlegt framboð undir sameiginlegum listabókstaf,“ sagði Vésteinn. Dögun, sem býður einungis fram í Suðvesturkjördæmi, hafnaði hins vegar viðræðunum. Sósíalistaflokkur Íslands, sem stofnaður var þann 1.maí síðastliðinn, býður ekki fram í kosningunum sem framundan eru. Sósíalistaflokkurinn svaraði með því að bjóða Alþýðufylkingunni til viðræðna um kosningabandalag á vinstri vængnum.„Þau samþykktu að bjóða okkur til viðræðna um eitthvað regnhlífabandalag vinstri flokka alveg frá Bjartri framtíð til okkar. Það var í öllu falli ekkii raunhæft á þeim stutta tíma sem var til stefnu.“ Alþýðufylkingin ákvað því að bjóða fram undir eigin nafni og er flokkurinn í framboði í fjórum kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Gagnrýnir fjölmiðla og félagasamtök fyrir að leyfa Alþýðufylkingunni ekki að vera með Alþýðufylkingin hlaut 0,3 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum og mælist ekki með mikið fylgi í aðdraganda Alþingiskosningana nú. Raunar fellur flokkurinn undir flokkinn „Aðrir“ ásamt Dögun. Mælast flokkarnir sameiginlega með 1,4 prósent fylgi. Flokkurinn býður sig fram í fjórða skipti í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum og hefur aldrei hlotið meira en 0,5 prósent greiddra atkvæða. Aðspurður hvað valdi því að flokkurinn nái ekki að heilla kjósendur segir Vésteinn að hluta til megi rekja það til þess að flokkurinn sé oftar en ekki skilinn útundan hjá fjölmiðlum og félagasamtökum í aðdraganda kosninga. Þannig sé það nánast sjálfuppfyllandi spádómur um að flokkurinn sé svo „lítill og ómerkilegur“ að hann eigi ekki skilið að berast fyrir augu og eyru kjósenda. „Við erum iðulega skilin útundan. Nú erum við með framboð í fjórum kjördæmum. Bara í dag hafa Samtök ferðaþjónustunnar haldið fund þar sem öllum var boðið að vera með, nema okkur og Dögun. Kennarasamband Íslands er með fund á eftir þar sem öllum er boðið að vera með nema okkur og Dögun,“ sagði Vésteinn og bætir við að ekki sé það skárra hjá fjölmiðlum og gagnrýndi hann meðal annars að Alþýðufylkingin hafi ekki fengið að vera með í kjördæmaþáttum Stöðvar 2 í aðdraganda kosninganna. Sagði Vésteinn að þessi þróun sé skaðleg fyrir lýðræðið, hann sjái engin rök fyrir því af hverju útiloka eigi Alþýðufylkinguna frá framboðsfundum og fjölmiðlaumfjöllun. „Ég fullyrði það að við höfum aldrei eyðilagt neinn framboðsfund með því að vera með og svona geðþóttareglur sem eru settar og mörkin greinilega dregin til þess að útiloka okkur,“ sagði Vésteinn. Kjósendur eigi að fá sem fyllstar upplýsingar til þess að mynda sér skoðun fyrir kosningarnar. „Þetta er líka skaðlegt fyrir kjósendur sem fá þá ekki eins mörg tækifæri til að mynda sér skoðun á okkar málflutningi. Ef að málflutningurinn okkar er rosalega vitlaus þá hlýtur það að vera fyrir bestu að kjósendur sjái það líka,“ sagði Vésteinn.Alþýðufylkingin telur nauðsynlegt að stemma í stigu við fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands.vísir/anton brinkVilja fækka ferðamönnum Eitt af stefnumálum Alþýðufylkingarinnar er að komið verði böndum á það hversu margir ferðamenn geti heimsótt Ísland, stefna eigi á það að fækka þeim ferðamönnum sem hingað koma. Ferðamenn hafa sótt hingað í auknum mæli undanfarin ár og komu tæplega tvær milljónir ferðamanna hingað til lands á síðasta ári. Vésteinn vill meina að þolmörkum sé náð og rúmlega það. „Fyrir það fyrsta ber þetta land ekkert endalausan fjölda ferðamanna vegna viðkvæmrar náttúru. Hins vegar er samfélagið okkar mjög viðkvæmt. Það er verið að byggja á hótel og alls konar á væntingum að vöxturinn verði áfram svona mikill næstu árin. Hann þarf ekki annað en að staðna til að kippa fótunum undan vexti ferðamannabransans,“ sagði Vésteinn. Þá varaði Vésteinn við því að ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi sé viðkvæmur fyrir áhrifum mögulegrar efnahagskreppu í löndunum í kringum okkar. „Þegar kemur næst kreppa í einhverju af stóru löndunum Í Evrópusambandinu eða Bandaríkjunum þaðan sem koma margir ferðamenn, haldið þið að flúðasiglingin á Íslandi sé ekki eitt af því sem fólk hætti við að kaupa sér þegar fólk missir vinnuna eða eitthvað gefur á bátinn? Þá eigum við eftir að leggjast með flensu þegar Þýskaland fær kvef.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Við höfðum samband við bæði Sósíalistaflokk Íslands og Dögun, hér um það bil leið og það var ljóst að það yrði boðað til kosninga. Við buðum þeim að senda fulltrúa til að eiga við okkur óskuldbindandi viðræður um samstarf í kosningunum. Við vorum þá með í huga sameiginlegt framboð undir sameiginlegum listabókstaf,“ sagði Vésteinn. Dögun, sem býður einungis fram í Suðvesturkjördæmi, hafnaði hins vegar viðræðunum. Sósíalistaflokkur Íslands, sem stofnaður var þann 1.maí síðastliðinn, býður ekki fram í kosningunum sem framundan eru. Sósíalistaflokkurinn svaraði með því að bjóða Alþýðufylkingunni til viðræðna um kosningabandalag á vinstri vængnum.„Þau samþykktu að bjóða okkur til viðræðna um eitthvað regnhlífabandalag vinstri flokka alveg frá Bjartri framtíð til okkar. Það var í öllu falli ekkii raunhæft á þeim stutta tíma sem var til stefnu.“ Alþýðufylkingin ákvað því að bjóða fram undir eigin nafni og er flokkurinn í framboði í fjórum kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.Gagnrýnir fjölmiðla og félagasamtök fyrir að leyfa Alþýðufylkingunni ekki að vera með Alþýðufylkingin hlaut 0,3 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum og mælist ekki með mikið fylgi í aðdraganda Alþingiskosningana nú. Raunar fellur flokkurinn undir flokkinn „Aðrir“ ásamt Dögun. Mælast flokkarnir sameiginlega með 1,4 prósent fylgi. Flokkurinn býður sig fram í fjórða skipti í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum og hefur aldrei hlotið meira en 0,5 prósent greiddra atkvæða. Aðspurður hvað valdi því að flokkurinn nái ekki að heilla kjósendur segir Vésteinn að hluta til megi rekja það til þess að flokkurinn sé oftar en ekki skilinn útundan hjá fjölmiðlum og félagasamtökum í aðdraganda kosninga. Þannig sé það nánast sjálfuppfyllandi spádómur um að flokkurinn sé svo „lítill og ómerkilegur“ að hann eigi ekki skilið að berast fyrir augu og eyru kjósenda. „Við erum iðulega skilin útundan. Nú erum við með framboð í fjórum kjördæmum. Bara í dag hafa Samtök ferðaþjónustunnar haldið fund þar sem öllum var boðið að vera með, nema okkur og Dögun. Kennarasamband Íslands er með fund á eftir þar sem öllum er boðið að vera með nema okkur og Dögun,“ sagði Vésteinn og bætir við að ekki sé það skárra hjá fjölmiðlum og gagnrýndi hann meðal annars að Alþýðufylkingin hafi ekki fengið að vera með í kjördæmaþáttum Stöðvar 2 í aðdraganda kosninganna. Sagði Vésteinn að þessi þróun sé skaðleg fyrir lýðræðið, hann sjái engin rök fyrir því af hverju útiloka eigi Alþýðufylkinguna frá framboðsfundum og fjölmiðlaumfjöllun. „Ég fullyrði það að við höfum aldrei eyðilagt neinn framboðsfund með því að vera með og svona geðþóttareglur sem eru settar og mörkin greinilega dregin til þess að útiloka okkur,“ sagði Vésteinn. Kjósendur eigi að fá sem fyllstar upplýsingar til þess að mynda sér skoðun fyrir kosningarnar. „Þetta er líka skaðlegt fyrir kjósendur sem fá þá ekki eins mörg tækifæri til að mynda sér skoðun á okkar málflutningi. Ef að málflutningurinn okkar er rosalega vitlaus þá hlýtur það að vera fyrir bestu að kjósendur sjái það líka,“ sagði Vésteinn.Alþýðufylkingin telur nauðsynlegt að stemma í stigu við fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands.vísir/anton brinkVilja fækka ferðamönnum Eitt af stefnumálum Alþýðufylkingarinnar er að komið verði böndum á það hversu margir ferðamenn geti heimsótt Ísland, stefna eigi á það að fækka þeim ferðamönnum sem hingað koma. Ferðamenn hafa sótt hingað í auknum mæli undanfarin ár og komu tæplega tvær milljónir ferðamanna hingað til lands á síðasta ári. Vésteinn vill meina að þolmörkum sé náð og rúmlega það. „Fyrir það fyrsta ber þetta land ekkert endalausan fjölda ferðamanna vegna viðkvæmrar náttúru. Hins vegar er samfélagið okkar mjög viðkvæmt. Það er verið að byggja á hótel og alls konar á væntingum að vöxturinn verði áfram svona mikill næstu árin. Hann þarf ekki annað en að staðna til að kippa fótunum undan vexti ferðamannabransans,“ sagði Vésteinn. Þá varaði Vésteinn við því að ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi sé viðkvæmur fyrir áhrifum mögulegrar efnahagskreppu í löndunum í kringum okkar. „Þegar kemur næst kreppa í einhverju af stóru löndunum Í Evrópusambandinu eða Bandaríkjunum þaðan sem koma margir ferðamenn, haldið þið að flúðasiglingin á Íslandi sé ekki eitt af því sem fólk hætti við að kaupa sér þegar fólk missir vinnuna eða eitthvað gefur á bátinn? Þá eigum við eftir að leggjast með flensu þegar Þýskaland fær kvef.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15