Opnuðu sýninguna með stæl Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2017 14:04 Magnea Einarsdóttir, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir og Anita Hirlekar. Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. Verk Áslaugar tvinnast þar saman við vörur fatahönnuðanna Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur í verslun og sýningarrými hönnuðanna við Garðastræti 2. Sýningin stendur til 23. nóvember. Á sýningunni Bygging – skúlptúr - teikning sýnir Áslaug röð tvívíðra verka, myndir dregnar upp í anda módernískrar fagurfræði. Í verkum sýningarinnar leikur Áslaug sér með pósitífur og negatífur, léttleika og þyngd, form og liti. Línuteikningar sem teikna upp hugmynd af þrívíðum strúktúrum með vísun í höggmyndalist og arkitektúr. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta einkasýning hennar, Yfirborð, var í Hverfisgallerí árið 2014. A. M. Concept Space er konsept verslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur þar sem vörur beggja hönnuða eru til sölu. Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Opnun sýningar myndlistakonunnar Áslaugar Írisar Katrínar Friðjónsdóttur, Bygging - skúlptúr - teikning, fór fram í A. M. Concept Space laugardaginn 23. september. Verk Áslaugar tvinnast þar saman við vörur fatahönnuðanna Anitu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur í verslun og sýningarrými hönnuðanna við Garðastræti 2. Sýningin stendur til 23. nóvember. Á sýningunni Bygging – skúlptúr - teikning sýnir Áslaug röð tvívíðra verka, myndir dregnar upp í anda módernískrar fagurfræði. Í verkum sýningarinnar leikur Áslaug sér með pósitífur og negatífur, léttleika og þyngd, form og liti. Línuteikningar sem teikna upp hugmynd af þrívíðum strúktúrum með vísun í höggmyndalist og arkitektúr. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu. Síðasta einkasýning hennar, Yfirborð, var í Hverfisgallerí árið 2014. A. M. Concept Space er konsept verslun og sýningarrými fata- og textílhönnuðanna Anítu Hirlekar og Magneu Einarsdóttur þar sem vörur beggja hönnuða eru til sölu. Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. Reglulega fá hönnuðirnir til liðs við sig þriðja listamanninn eða hönnuðinn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira