Formaður og ritari Framsóknarfélags Skagafjarðar segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 21:36 Formaður og gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar hyggjast þó ekki segja sig úr Framsóknarflokknum sjálfum. Á mynd sést Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins. Vísir/Ernir Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt. Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent