Bransinn fjölmennti á frumsýningu Fórnar Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2017 14:00 Ragnar Kjartansson var mættur á svæðið. Myndir/hanna Listahátíðin Fórn, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, LÓKAL og Borgarleikhússins, var frumsýnd í gærkvöldi. Um er að ræða glæsilega listahátíð sem kannar tengsl listsköpunar og trúar og tekist er með nýstárlegum hætti á við ritúalið í hversdagsleika lífs og listar. Viðburðurinn skartar alls fimm nýjum og spennandi verkum eftir frábæra og virta listamenn úr hinum ýmsu greinum. Í verkinu Ekkert á morgun (No Tomorrow) eftir Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur er hugmyndin um æskuna tekin fyrir af hópi dansara sem líða um sviðið með kassagítara, syngja og leika tónlist sem er sérstaklega samin fyrir Íslenska dansflokkinn af Bryce Dessner, tónskáldi og gítarleikara The National. Sameiningin (Union of the North) eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney og þau Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson er glæný kvikmynd og innsetning. Hópur fólks kemur saman í Kringlunni í þeim tilgangi að gæsa og steggja og öðlast um leið andlegan innblástur í musteri verslunarinnar.Dias Irae eftir Gabríelu Friðriksdóttur er myrk og heillandi myndbands-innsetning sem dvelur við skilin milli lífs og dauða og umbreytingu mannskepnunnar. Myndin er einnig kveikja að dansverkinu Helgidómur (Shrine) eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson þar sem dansarar og aðrir sviðslistamenn veita innsýn í sköpunarferlið, eitthvað verður til úr engu og hið fánýta er hafið upp í trúarlega vídd. Hátíðahöldin ná síðan hápunkti sínum á Markaðnum sem tjaldað hefur verið til í forsal Borgarleikhússins og iðar af lífi og fjöri allan tímann. Þar kynna einstaklingar og félagasamtök skoðanir sínar, seldar verða veitingar og listafólk lætur til sín taka. Fórn er viðamesta uppfærsla í sögu Íslenska dansflokksins sem leggur nú undir sig öll leiksvið og forsal Borgarleikhússins. Þar flæða dans, myndlist, kvikmyndagerð, leiklist og tónlist saman í einn meginstraum, svo úr verður mögnuð upplifun. Ljósmyndari 365 var á svæðinu á frumsýningunni í gær og fangaði stemninguna eins og sjá má hér að ofan. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listahátíðin Fórn, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, LÓKAL og Borgarleikhússins, var frumsýnd í gærkvöldi. Um er að ræða glæsilega listahátíð sem kannar tengsl listsköpunar og trúar og tekist er með nýstárlegum hætti á við ritúalið í hversdagsleika lífs og listar. Viðburðurinn skartar alls fimm nýjum og spennandi verkum eftir frábæra og virta listamenn úr hinum ýmsu greinum. Í verkinu Ekkert á morgun (No Tomorrow) eftir Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur er hugmyndin um æskuna tekin fyrir af hópi dansara sem líða um sviðið með kassagítara, syngja og leika tónlist sem er sérstaklega samin fyrir Íslenska dansflokkinn af Bryce Dessner, tónskáldi og gítarleikara The National. Sameiningin (Union of the North) eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney og þau Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson er glæný kvikmynd og innsetning. Hópur fólks kemur saman í Kringlunni í þeim tilgangi að gæsa og steggja og öðlast um leið andlegan innblástur í musteri verslunarinnar.Dias Irae eftir Gabríelu Friðriksdóttur er myrk og heillandi myndbands-innsetning sem dvelur við skilin milli lífs og dauða og umbreytingu mannskepnunnar. Myndin er einnig kveikja að dansverkinu Helgidómur (Shrine) eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson þar sem dansarar og aðrir sviðslistamenn veita innsýn í sköpunarferlið, eitthvað verður til úr engu og hið fánýta er hafið upp í trúarlega vídd. Hátíðahöldin ná síðan hápunkti sínum á Markaðnum sem tjaldað hefur verið til í forsal Borgarleikhússins og iðar af lífi og fjöri allan tímann. Þar kynna einstaklingar og félagasamtök skoðanir sínar, seldar verða veitingar og listafólk lætur til sín taka. Fórn er viðamesta uppfærsla í sögu Íslenska dansflokksins sem leggur nú undir sig öll leiksvið og forsal Borgarleikhússins. Þar flæða dans, myndlist, kvikmyndagerð, leiklist og tónlist saman í einn meginstraum, svo úr verður mögnuð upplifun. Ljósmyndari 365 var á svæðinu á frumsýningunni í gær og fangaði stemninguna eins og sjá má hér að ofan.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira