Landsréttur fer í fyrra húsnæði Siglingamálastofnunar Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ætlar að leita samþykkis hjá Alþingi fyrir því að húsnæði við Vesturvör í Kópavogi hýsi Landsrétt tímabundið. vísir/stefán Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar gamla húsnæði Siglingamálastofnunar, við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi, sem bráðabirgðahúsnæði fyrir nýja millidómstigið, sem verður kallað Landsréttur. Þetta staðfestir Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er húsnæði sem ríkið á og er autt og er ákaflega vel til þess fallið að taka við svona bráðabirgðahlutverki,“ segir Sigríður. Í lögum um Landsrétt, sem samþykkt voru í júní á síðasta ári, kemur fram að þar muni fimmtán dómarar eiga sæti. Gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómarana samkvæmt tillögu ráðherra eftir að sérstök fimm manna valnefnd hefur fjallað um hæfi umsækjendanna. Í dómstólalögum er kveðið á um að dómþing skuli haldið í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Málið kom til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar kynnti dómsmálaráðherra frumvarp um breytingar á dómstólalögum sem felur meðal annars í sér að valnefnd, sem fjallar um hæfi umsækjenda um störf dómara í héraðsdómi og Hæstarétti fjalli einnig um hæfi umsækjenda fyrir Landsrétt. Landsréttur á að taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipun dómara verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi og skipunin taki gildi frá næstu áramótum. Í bráðabirgðaákvæði dómstólalaga frá 26. maí síðastliðnum er gert ráð fyrir að þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skuli hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það. Sigríður Andersen sagði, daginn eftir að hún tók við ráðherraembætti, að vinnan við nýja millidómstigið væri eitt mikilvægasta verkefnið fram undan. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal],“ sagði ráðherrann í samtali við mbl.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur haft til skoðunar gamla húsnæði Siglingamálastofnunar, við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi, sem bráðabirgðahúsnæði fyrir nýja millidómstigið, sem verður kallað Landsréttur. Þetta staðfestir Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er húsnæði sem ríkið á og er autt og er ákaflega vel til þess fallið að taka við svona bráðabirgðahlutverki,“ segir Sigríður. Í lögum um Landsrétt, sem samþykkt voru í júní á síðasta ári, kemur fram að þar muni fimmtán dómarar eiga sæti. Gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómarana samkvæmt tillögu ráðherra eftir að sérstök fimm manna valnefnd hefur fjallað um hæfi umsækjendanna. Í dómstólalögum er kveðið á um að dómþing skuli haldið í Reykjavík nema sérstök ástæða sé til annars. Málið kom til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar kynnti dómsmálaráðherra frumvarp um breytingar á dómstólalögum sem felur meðal annars í sér að valnefnd, sem fjallar um hæfi umsækjenda um störf dómara í héraðsdómi og Hæstarétti fjalli einnig um hæfi umsækjenda fyrir Landsrétt. Landsréttur á að taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skipun dómara verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi og skipunin taki gildi frá næstu áramótum. Í bráðabirgðaákvæði dómstólalaga frá 26. maí síðastliðnum er gert ráð fyrir að þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skuli hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það. Sigríður Andersen sagði, daginn eftir að hún tók við ráðherraembætti, að vinnan við nýja millidómstigið væri eitt mikilvægasta verkefnið fram undan. „Það liggur auðvitað fyrir að eitt stærsta verkefni dómsmálaráðuneytisins á þessu ári er að ljúka við undirbúning og hrinda úr vör nýju millidómstigi; landsrétti. Það er komið í alveg ágætan farveg hjá henni Ólöfu [Nordal],“ sagði ráðherrann í samtali við mbl.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira