Brexit herferð Secret Solstice vekur athygli: Tilboð sem býðst Íslendingum líka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 19:02 Veggspjöld líkt og þessi eru víðsvegar um London. Sveinn Rúnar Einarsson Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“ Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira