Velferðarráðuneytið hnýtir í Barnaverndarstofu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 15:18 Velferðarráðuneytið segir það ekki rétt sem Barnaverndarstofa haldi fram að erfiðlega hafi gengið að fá gögn er snúa að "meintum“ kvörtunum barnaverndarnefnda í garð Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. vísir/valli Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna yfirlýsingar sem Barnaverndarstofa sendi frá sér síðdegis á föstudag. Ekki er hægt að segja annað en að ráðuneytið hnýti í Barnaverndarstofu í tilkynningu sinni þar sem segir að ráðuneytið telji mikilvægt „að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sú fullyrðing í yfirlýsingu Barnaverndarstofu að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem snúa að „meintum“ kvörtunum frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu, sé röng. „Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002. Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem sjá má í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu vegna yfirlýsingar sem Barnaverndarstofa sendi frá sér síðdegis á föstudag. Ekki er hægt að segja annað en að ráðuneytið hnýti í Barnaverndarstofu í tilkynningu sinni þar sem segir að ráðuneytið telji mikilvægt „að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum um samskipti þess og Barnaverndarstofu vegna alvarlegra athugasemda sem barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa gert við háttsemi og framgöngu forstjóra stofnunarinnar og starfsfólks hennar.“ Í tilkynningu ráðuneytisins segir að sú fullyrðing í yfirlýsingu Barnaverndarstofu að erfiðlega hafi gengið að fá gögn málsins, ekki síst þau sem snúa að „meintum“ kvörtunum frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu, sé röng. „Það liggur ljóst fyrir að kvartanir hafa verið gerðar, samanber minnisblað formanns barnaverndar Reykjavíkur sem getið er um í yfirlýsingu Barnaverndarstofu og fleiri gögn sem ráðuneytið hefur látið Barnaverndarstofu í té, þar með taldar upplýsingar frá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Í bréfi ráðuneytisins til forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 21. nóvember síðastliðinn, eru raktar efnislega þær athugasemdir og umkvartanir sem formenn barnaverndarnefnda Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu komið á framfæri í kjölfar fundar þeirra og formanns barnaverndarnefndar Kópavogs sem þeir áttu með félags- og jafnréttismálaráðherra 10. nóvember. Að mati ráðuneytisins voru þær athugasemdir efnislega skýrar og vel afmarkaðar og vandséð að Barnaverndarstofa þarfnaðist frekari gagna til að gera ráðuneytinu grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þegar Barnaverndarstofa óskaði eftir lengri fresti til að bregðast við bréfi ráðuneytisins var orðið við því í ljósi þess að stofan taldi sig þurfa lengri tíma til að skoða viðbótargögnin frá ráðuneytinu. Síðastliðinn föstudag var Barnaverndarstofu enn á ný veittur frestur vegna greinargerðar til ráðuneytisins sem stofan er að vinna og var þá litið til þess að um nýja málsástæðu væri að ræða þar sem Barnaverndarstofa hafði kynnt fyrir ráðuneytinu að stofunni væri nauðsynlegt að skoða gögn sem hún sjálf býr yfir allt aftur til ársins 2002. Barnaverndarstofa hefur frest til að skila greinargerð gerð sinni til ráðuneytisins til hádegis 14. desember næstkomandi. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Barnaverndarstofu að þetta mál verði sett í forgang vegna þess hve brýnt það er. Í yfirlýsingu Barnaverndarstofu kemur fram að stofan hafi óskað eftir að lagt verði mat á hvort skrifstofustjórinn sem fer með málefni barnaverndar í ráðuneytinu kunni að vera vanhæfur vegna fyrri starfa sinna hjá Reykjavíkurborg. Slíkt mat verður gert og ætti að liggja fyrir á næstu dögum,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins sem sjá má í heild sinni á vef stjórnarráðsins.
Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00