Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 13:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Vísir/Stefán Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira