Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 13:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Vísir/Stefán Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira