Framleiðsla Bachelor in Paradise hefst á ný eftir ásakanir um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 19:49 Corinne Olympios sakaði DeMario Jackson um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Þau sjást hér bæði á mynd. Framleiðendur þáttanna Bachelor in Paradise segja engan þátttakanda í þættinum hafa hagað sér illa eða verið nokkurn tímann í hættu við tökur á þættinum. Framleiðslu þáttanna var hætt á dögunum eftir að þátttakandi sakaði meðspilara sinn um kynferðisofbeldi. Þá mun framleiðsla þáttanna hefjast að nýju innan skamms. AP-fréttaveita greinir frá. Yfirlýsing framleiðendanna er gefin út í kjölfar ásakana Corinne Olympios, eins þátttakenda í þáttunum en hún hafði sakað meðspilara sinn, DeMario Jackson, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi í sundlaug við hótel þar sem tökur á þáttunum fóru fram í Mexíkó. Hún sakaði framleiðendur þáttanna einnig um að hafa láðst að vernda sig fyrir Jackson en hún sagðist hafa verið mjög drukkin og ekki hafa getað samþykkt það sem fram fór í sundlauginni. Framleiðslu þáttanna verður nú haldið áfram en henni hafði verið hætt á meðan ásakanir Olympios voru rannsakaðar. Myndbandsupptökur af atvikinu sem Olympios vísaði í voru skoðaðar af fulltrúum framleiðsuvers þáttanna, Warner Bros., og utanaðkomandi lögfræðistofu. Í tilkynningu er skoðunin sögð hafa leitt í ljós að myndefnið „renni ekki stoðum undir neina ákæru um ósæmilega hegðun af hendi þátttakenda í þáttunum.“ Þá er einnig þvertekið fyrir að öryggi Olympios hafi verið ógnað. Framleiðendurnir segjast þó ætla að koma á stefnubreytingum til að „auka og tryggja öryggi“ allra þátttakenda. Þættirnir Bachelor in Paradise fjalla um fyrrum keppendur úr þáttunum The Bachelor og The Bachelorette sem hafa ekki enn þá fundið ástina. Gert er ráð fyrir að þáttaröðin verði sýnd í bandarísku sjónvarpi í sumar eins og áætlað var. Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Framleiðendur þáttanna Bachelor in Paradise segja engan þátttakanda í þættinum hafa hagað sér illa eða verið nokkurn tímann í hættu við tökur á þættinum. Framleiðslu þáttanna var hætt á dögunum eftir að þátttakandi sakaði meðspilara sinn um kynferðisofbeldi. Þá mun framleiðsla þáttanna hefjast að nýju innan skamms. AP-fréttaveita greinir frá. Yfirlýsing framleiðendanna er gefin út í kjölfar ásakana Corinne Olympios, eins þátttakenda í þáttunum en hún hafði sakað meðspilara sinn, DeMario Jackson, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi í sundlaug við hótel þar sem tökur á þáttunum fóru fram í Mexíkó. Hún sakaði framleiðendur þáttanna einnig um að hafa láðst að vernda sig fyrir Jackson en hún sagðist hafa verið mjög drukkin og ekki hafa getað samþykkt það sem fram fór í sundlauginni. Framleiðslu þáttanna verður nú haldið áfram en henni hafði verið hætt á meðan ásakanir Olympios voru rannsakaðar. Myndbandsupptökur af atvikinu sem Olympios vísaði í voru skoðaðar af fulltrúum framleiðsuvers þáttanna, Warner Bros., og utanaðkomandi lögfræðistofu. Í tilkynningu er skoðunin sögð hafa leitt í ljós að myndefnið „renni ekki stoðum undir neina ákæru um ósæmilega hegðun af hendi þátttakenda í þáttunum.“ Þá er einnig þvertekið fyrir að öryggi Olympios hafi verið ógnað. Framleiðendurnir segjast þó ætla að koma á stefnubreytingum til að „auka og tryggja öryggi“ allra þátttakenda. Þættirnir Bachelor in Paradise fjalla um fyrrum keppendur úr þáttunum The Bachelor og The Bachelorette sem hafa ekki enn þá fundið ástina. Gert er ráð fyrir að þáttaröðin verði sýnd í bandarísku sjónvarpi í sumar eins og áætlað var.
Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum. 14. júní 2017 13:45