Hægt og milt veður í kortunum en lítill hiti Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Veðrið mun ekki setja strik í reikninginn samkvæmt langtímaspánni. Þjóðhátíð mun fara fram í rólegu veðri og hægum vindi. vísir/vilhelm „Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira