Sýknuð af stefnu um meiðyrði á grundvelli orðhefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 19:07 Maðurinn sagði að um óviljaverk hefði verið að ræða sem hann sæi eftir. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag konu af stefnu um meiðyrði meðal annars á grundvelli orðhefndar en stjúpbróðir hennar kærði hana fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook og hann taldi að fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir. Krafðist hann þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk en ummælin lét konan falla í færslu á Facebook-hópi sem árgangur hennar úr grunnskóla hafði stofnað í tilefni af fermingarafmæli. Ummælin voru eftirfarandi en stjúpbróðirinn er í dómnum nefndur A: „ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. „Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér“. Ummælin voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún lýsti kynferðislegu ofbeldi af hálfu skólabræðra sinna. Sagði hún fyrir dómi að fyrri ummælin hafi ekki haft neitt með stjúpbróður hennar að gera. Á það féllst dómurinn, það er að segja að ummælin ættu ekki við stefnda. Hann gæti ekki fengið ummæli sem beindust að öðrum en honum sjálfum dæmd ómerk og var konan því sýknuð.Sagði stjúpbróðurinn hafa þvingað hana til að kynferðislegra athafna Hvað varðar seinni ummælin þá taldi dómurinn að konan hefði vegið að æru bróður síns með þeim. Hún var þó sýknuð á grundvelli orðhefndar. Það felur í sér að heimilt sé að láta refsingu vegna ærumeiðinga niðurfalla ef tilefnið „er ótilhlýðileg háttsemi þess manns, sem telur sér misboðið eða hann hefur goldið líku líkt,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Svo segir í dómnum: „Af hálfu stefnanda er viðurkennt í stefnu að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við stefndu, stjúpsystur sína, meðan þau bjuggu í foreldrahúsum og voru bæði börn að aldri. Samkvæmt framburði stefndu hófst þessi háttsemi í nóvember 1986, þegar hún var 9 ára en stefnandi 11 ára, og stóð að sögn stefnanda allt til ársins 1990. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram að hún hafi staðið allt fram á árið 1992 og verið fólgin í samförum og öðrum kynferðislegum athöfnum. Af hálfu stefndu er fullyrt að stefnandi hafi þvingað hana til þessara athafna en af hálfu stefnanda að hún hafi átt sér stað með samþykki stefndu. Að stefnandi hafi þvingað stefndu til þess að eiga kynlíf með sér styðst við framburð vitnisins, D félagsráðgjafa, sem bar við aðalmeðferð málsins, eins og áður hefur verið rakið, að stefnandi hafi aðspurður, að vitninu viðstöddu, á heimili foreldra stefndu og stefnanda, gengist við því að hafa þvingað stefndu til kynferðislegra athafna. Þá styðst framburður stefndu um kynferðislegar þvinganir stefnanda gagnvart sér við framburð vitnisins, G, verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem áður hefur verið rakinn."Stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg háttsemi Svo segir áfram í dómi héraðsdóms: „Það er álit dómsins að sú háttsemi stefnanda, sem að framan er lýst, hafi, þrátt fyrir ungan aldur hans, verið stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg gagnvart stefndu í merkingu 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er það álit dómsins að augljós tengsl hafi verið milli framangreindrar aðdróttunar stefndu og hinnar ótilhlýðilegu háttsemi stefnanda og að ummæli stefndu hafi ekki gengið lengra en frumverknaður stefnanda hafi gefið tilefni til. Þá verður ekki talið að þótt langur tími hafi liðið milli frumverknaðar stefnanda og orðhefndar stefndu eigi það að koma í veg fyrir réttaráhrif hefndarinnar. Þar sem ummæli stefndu verða samkvæmt framangreindu ekki talin fela í sér brot gegn 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 239. gr. laganna, verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda um ómerkingu ummælanna. Þá verður hún ennfremur sýknuð af kröfu stefnanda um miskabætur vegna ummælanna þar sem ekki verður talið að ummæli hennar hafi gengið lengra en tilefni var til samkvæmt framangreindu.“ Konan þurfti heldur ekki að greiða stjúpbróður sínum miskabætur líkt og hann hafði krafist heldur var hann dæmdur til þess að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Tengdar fréttir Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag konu af stefnu um meiðyrði meðal annars á grundvelli orðhefndar en stjúpbróðir hennar kærði hana fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook og hann taldi að fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir. Krafðist hann þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk en ummælin lét konan falla í færslu á Facebook-hópi sem árgangur hennar úr grunnskóla hafði stofnað í tilefni af fermingarafmæli. Ummælin voru eftirfarandi en stjúpbróðirinn er í dómnum nefndur A: „ekki einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan að drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. „Margir fengu nú leyfi frá A til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér“. Ummælin voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún lýsti kynferðislegu ofbeldi af hálfu skólabræðra sinna. Sagði hún fyrir dómi að fyrri ummælin hafi ekki haft neitt með stjúpbróður hennar að gera. Á það féllst dómurinn, það er að segja að ummælin ættu ekki við stefnda. Hann gæti ekki fengið ummæli sem beindust að öðrum en honum sjálfum dæmd ómerk og var konan því sýknuð.Sagði stjúpbróðurinn hafa þvingað hana til að kynferðislegra athafna Hvað varðar seinni ummælin þá taldi dómurinn að konan hefði vegið að æru bróður síns með þeim. Hún var þó sýknuð á grundvelli orðhefndar. Það felur í sér að heimilt sé að láta refsingu vegna ærumeiðinga niðurfalla ef tilefnið „er ótilhlýðileg háttsemi þess manns, sem telur sér misboðið eða hann hefur goldið líku líkt,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Svo segir í dómnum: „Af hálfu stefnanda er viðurkennt í stefnu að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við stefndu, stjúpsystur sína, meðan þau bjuggu í foreldrahúsum og voru bæði börn að aldri. Samkvæmt framburði stefndu hófst þessi háttsemi í nóvember 1986, þegar hún var 9 ára en stefnandi 11 ára, og stóð að sögn stefnanda allt til ársins 1990. Af hálfu stefndu er því hins vegar haldið fram að hún hafi staðið allt fram á árið 1992 og verið fólgin í samförum og öðrum kynferðislegum athöfnum. Af hálfu stefndu er fullyrt að stefnandi hafi þvingað hana til þessara athafna en af hálfu stefnanda að hún hafi átt sér stað með samþykki stefndu. Að stefnandi hafi þvingað stefndu til þess að eiga kynlíf með sér styðst við framburð vitnisins, D félagsráðgjafa, sem bar við aðalmeðferð málsins, eins og áður hefur verið rakið, að stefnandi hafi aðspurður, að vitninu viðstöddu, á heimili foreldra stefndu og stefnanda, gengist við því að hafa þvingað stefndu til kynferðislegra athafna. Þá styðst framburður stefndu um kynferðislegar þvinganir stefnanda gagnvart sér við framburð vitnisins, G, verkefnastjóra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem áður hefur verið rakinn."Stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg háttsemi Svo segir áfram í dómi héraðsdóms: „Það er álit dómsins að sú háttsemi stefnanda, sem að framan er lýst, hafi, þrátt fyrir ungan aldur hans, verið stórlega ámælisverð og ótilhlýðileg gagnvart stefndu í merkingu 239. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er það álit dómsins að augljós tengsl hafi verið milli framangreindrar aðdróttunar stefndu og hinnar ótilhlýðilegu háttsemi stefnanda og að ummæli stefndu hafi ekki gengið lengra en frumverknaður stefnanda hafi gefið tilefni til. Þá verður ekki talið að þótt langur tími hafi liðið milli frumverknaðar stefnanda og orðhefndar stefndu eigi það að koma í veg fyrir réttaráhrif hefndarinnar. Þar sem ummæli stefndu verða samkvæmt framangreindu ekki talin fela í sér brot gegn 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 239. gr. laganna, verður stefnda sýknuð af kröfum stefnanda um ómerkingu ummælanna. Þá verður hún ennfremur sýknuð af kröfu stefnanda um miskabætur vegna ummælanna þar sem ekki verður talið að ummæli hennar hafi gengið lengra en tilefni var til samkvæmt framangreindu.“ Konan þurfti heldur ekki að greiða stjúpbróður sínum miskabætur líkt og hann hafði krafist heldur var hann dæmdur til þess að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Tengdar fréttir Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. 10. desember 2015 07:00