Vongóður um að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 12:55 Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir varaformaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambands Íslands segist vongóður um að hægt verði að leysa kjaradeilu sjómanna í næstu viku en fundur hefur verið boðaður í deilunni á morgun. Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á mótmæli á meðan fundurinn fer fram. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Deiluaðilar komu saman til fundar fyrir helgi en honum lauk án árangurs. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.Vongóður um lausn í næstu viku Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki vita hvort Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi komi til með að leggja fram nýtt tilboð á fundinum á morgun. „Ég á ekkert von á neinu sérstöku öðru en því að þeir séu bara tilbúnir til þess að ræða við okkur um þessi mál sem við lögðum fram á fimmtudaginn. Ég geri mér bara vonir um að útgerðarmenn sjái ljósið og semji við okkur. Við göngum þá frá þessu svo skipin geti farið að róa og færa björg í bú,“ segir Konráð. Hann segist vongóður um að hægt verði að leysa deiluna í næstu viku. „Að okkar mati er fljótlegt að ganga frá þessu. Þá verður bara í framhaldinu fundað með sjómönnum og samningurinn borinn undir þá. Ef af verður, að sjálfsögðu. Allt með fyrirvara,“ segir Konráð.Heimskulegt að setja lög á verkfallið Tæplega 200 sjómenn hafa boðað komu sína á Facebook á mótmæli fyrir utan skrifstofu ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Þar kemur fram að það standi til að setja lög á verkfall sjómanna.Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að það verði sett lög á þetta verkfall? „Nei. Ég ætla ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Það væri það heimskulegasta sem yrði gert, að setja lög á verkfallið,“ segir Konráð.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00 Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Smurði milljón krónum á hásetahlutinn Vilhjálmur Birgisson gagnrýnir grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur í Viðskiptablaðinu harðlega. 7. janúar 2017 07:00
Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en lækna Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), skrifar aðsenda grein í Viðskiptablaðið í dag þar sem hún bendir á að meðaltekjur sjómanna hækkuðu úr 2,1 milljón króna á mánuði árið 2014 í 2,3 milljónir á mánuði í fyrra. 5. janúar 2017 11:23
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19