Cardi hirti toppsætið af Taylor Swift með lagi sínu Bodak Yellow en Swift hafði verið á toppnum í þrjár vikur. Bodak Yellow kom út í júní. Cardi er sjálf höfundur lagsins og var nýlega tilnefnd til níu BET Hip Hop-verðlauna sem afhent voru í október.

Tónlistarkonan var í viðtali hjá Jimmy Fallon í vikunni og var viðtalið nokkuð skrautlegt.
Fallon er vanur mörgu en hann var hreinlega í stökustu vandræðum að taka viðtal við þennan skrautlega karakter.
Hér að neðan má sjá útkomuna.