Þrátt fyrir bjart og fallegt veður á suðvesturhorninu mega landsmenn, ekki síst á Norðvesturlandi, gera ráð fyrir því að það muni frysta.
Það gæti blásið dálítið í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir allt að 15 m/s austantil. Þá verður dálítil rigning eða súld með köflum á norðanverðu landinu en víða léttskýjað syðra. Það mun lægja í kvöld og verður hægari, breytileg átt á morgun.
Hitinn verður á bilinu 4 til 14 stig í dag, hlýjast á Suðausturlandi - „en mun svalara í nótt“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Þannig gæti hitinn farið niður fyrir frostmark á miðhálendinu og við Húnaflóa undir morgunn.
Nánar á veðurvef Vísis
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 3-10 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Víða dálítil rigning, en þurrt að kalla á V-landi. Hiti 5 til 10 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Norðvestan 10-15 m/s og væta NA-til, en annars hægari og bjart með köflum. Hiti 3 til 12 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg átt og dálítil súld með köflum á V-verðu landinu, en annars bjart og hlýnadi veður.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt og rigning vestast á landinu, en bjartviðri austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA- og A-lands.
Frystir víða í nótt
Stefán Ó. Jónsson skrifar
