Allar myndir segja sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 09:30 “Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,” segir Guðmundur. Vísir/Hanna Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“ Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“
Menning Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira