Leit að íslenskum dreng: „Viljum fá að vita að það sé í lagi með hann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2017 19:11 Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira