Segir Viðreisn lítilþæga í stjórnarsamstarfinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:22 Ásta Guðrún segir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópu algert og spyr í framhaldi af því um hvað Viðreisn sé, hver sé munurinn á hægri flokkunum? visir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum stangast gersamlega á við allt það sem Viðreisn stendur fyrir. „Ég innti formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar um það hvort þessi stefna sem birtist í skýrslunni um utanríkismál væri ásættanleg utanríkisstefna fyrir Viðreisn?“ segir Ásta Guðrún á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Nokkurs titrings virðist gæta í stjórnarsamstarfinu vegna skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo ummæla þess efnis að Ísland sé blessunarlega laus við alla óra um Evrópusambandsaðild. Ein helsta forsenda þess að Viðreisn var stofnuð á sínum tíma var andstaða við það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB. Sá gjörningur kallaði fram fjöldamótmæli við Alþingishúsið og umfangsmikla undirskriftasöfnun á vegum samtakanna Já Ísland, sem Jón Steindór Valdimarsson, nú þingmaður Viðreisnar, leiddi.Viðreisn áhugalaus um EvrópuÁsta Guðrún gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir óánægjuraddir innan Viðreisnar með skýrsluna, frekar að það sé í nösunum á þeim þó það varði sjálfan tilverugrundvöll flokksins. Á þingi sagði hún að um stór álitaefni væri að ræða sem ekki væri heil brú í innan ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisstefna sem byggir á því að viðhalda núverandi status-quo í Evrópumálum. Eftir því sem ég best skildi þá er það bara í lagi - fyrir flokk sem eitt helsta baráttumál var að setja Evrópu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert í þeim gögnum frá utanríkisráðuneytinu, skýrslu um utanríkismál eða fjármálaáætlun sem bendir til þess að Viðreisn ætli að setja Evrópu á oddinn.“Óbreytt ástand í EvrópumálumÞá segir Ásta Guðrún jafnframt engin merki um að styrkja eigi sendiráð Íslands í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands innan EES. „Það fékkst ekki einu sinni fjármagn til þess að bæta við einu stöðugildi í London til að fylgjast með og gæta hagsmuna Íslands gagnvart Brexit, heldur þurfti að finna það fjármagn með hrókeringum á kostnað viðveru okkar í Strassborg.“ Niðurstaðan, að mati Ástu Guðrúnar, er óbreytt ástand og það dugi fyrir Viðreisn. „Ef marka má formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar. Status quo í Evrópumálum er líka nóg ef marka má fjármálaáætlun formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra. Ef Status quo í Evrópumálum er nóg - hver er þá raunverulegur munurinn á milli hægri flokkanna í ríkisstjórn?“ spyr þingmaður Pírata. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum stangast gersamlega á við allt það sem Viðreisn stendur fyrir. „Ég innti formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar um það hvort þessi stefna sem birtist í skýrslunni um utanríkismál væri ásættanleg utanríkisstefna fyrir Viðreisn?“ segir Ásta Guðrún á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Nokkurs titrings virðist gæta í stjórnarsamstarfinu vegna skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo ummæla þess efnis að Ísland sé blessunarlega laus við alla óra um Evrópusambandsaðild. Ein helsta forsenda þess að Viðreisn var stofnuð á sínum tíma var andstaða við það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB. Sá gjörningur kallaði fram fjöldamótmæli við Alþingishúsið og umfangsmikla undirskriftasöfnun á vegum samtakanna Já Ísland, sem Jón Steindór Valdimarsson, nú þingmaður Viðreisnar, leiddi.Viðreisn áhugalaus um EvrópuÁsta Guðrún gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir óánægjuraddir innan Viðreisnar með skýrsluna, frekar að það sé í nösunum á þeim þó það varði sjálfan tilverugrundvöll flokksins. Á þingi sagði hún að um stór álitaefni væri að ræða sem ekki væri heil brú í innan ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisstefna sem byggir á því að viðhalda núverandi status-quo í Evrópumálum. Eftir því sem ég best skildi þá er það bara í lagi - fyrir flokk sem eitt helsta baráttumál var að setja Evrópu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert í þeim gögnum frá utanríkisráðuneytinu, skýrslu um utanríkismál eða fjármálaáætlun sem bendir til þess að Viðreisn ætli að setja Evrópu á oddinn.“Óbreytt ástand í EvrópumálumÞá segir Ásta Guðrún jafnframt engin merki um að styrkja eigi sendiráð Íslands í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands innan EES. „Það fékkst ekki einu sinni fjármagn til þess að bæta við einu stöðugildi í London til að fylgjast með og gæta hagsmuna Íslands gagnvart Brexit, heldur þurfti að finna það fjármagn með hrókeringum á kostnað viðveru okkar í Strassborg.“ Niðurstaðan, að mati Ástu Guðrúnar, er óbreytt ástand og það dugi fyrir Viðreisn. „Ef marka má formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar. Status quo í Evrópumálum er líka nóg ef marka má fjármálaáætlun formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra. Ef Status quo í Evrópumálum er nóg - hver er þá raunverulegur munurinn á milli hægri flokkanna í ríkisstjórn?“ spyr þingmaður Pírata.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent