Segir Viðreisn lítilþæga í stjórnarsamstarfinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 11:22 Ásta Guðrún segir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópu algert og spyr í framhaldi af því um hvað Viðreisn sé, hver sé munurinn á hægri flokkunum? visir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum stangast gersamlega á við allt það sem Viðreisn stendur fyrir. „Ég innti formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar um það hvort þessi stefna sem birtist í skýrslunni um utanríkismál væri ásættanleg utanríkisstefna fyrir Viðreisn?“ segir Ásta Guðrún á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Nokkurs titrings virðist gæta í stjórnarsamstarfinu vegna skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo ummæla þess efnis að Ísland sé blessunarlega laus við alla óra um Evrópusambandsaðild. Ein helsta forsenda þess að Viðreisn var stofnuð á sínum tíma var andstaða við það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB. Sá gjörningur kallaði fram fjöldamótmæli við Alþingishúsið og umfangsmikla undirskriftasöfnun á vegum samtakanna Já Ísland, sem Jón Steindór Valdimarsson, nú þingmaður Viðreisnar, leiddi.Viðreisn áhugalaus um EvrópuÁsta Guðrún gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir óánægjuraddir innan Viðreisnar með skýrsluna, frekar að það sé í nösunum á þeim þó það varði sjálfan tilverugrundvöll flokksins. Á þingi sagði hún að um stór álitaefni væri að ræða sem ekki væri heil brú í innan ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisstefna sem byggir á því að viðhalda núverandi status-quo í Evrópumálum. Eftir því sem ég best skildi þá er það bara í lagi - fyrir flokk sem eitt helsta baráttumál var að setja Evrópu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert í þeim gögnum frá utanríkisráðuneytinu, skýrslu um utanríkismál eða fjármálaáætlun sem bendir til þess að Viðreisn ætli að setja Evrópu á oddinn.“Óbreytt ástand í EvrópumálumÞá segir Ásta Guðrún jafnframt engin merki um að styrkja eigi sendiráð Íslands í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands innan EES. „Það fékkst ekki einu sinni fjármagn til þess að bæta við einu stöðugildi í London til að fylgjast með og gæta hagsmuna Íslands gagnvart Brexit, heldur þurfti að finna það fjármagn með hrókeringum á kostnað viðveru okkar í Strassborg.“ Niðurstaðan, að mati Ástu Guðrúnar, er óbreytt ástand og það dugi fyrir Viðreisn. „Ef marka má formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar. Status quo í Evrópumálum er líka nóg ef marka má fjármálaáætlun formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra. Ef Status quo í Evrópumálum er nóg - hver er þá raunverulegur munurinn á milli hægri flokkanna í ríkisstjórn?“ spyr þingmaður Pírata. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum stangast gersamlega á við allt það sem Viðreisn stendur fyrir. „Ég innti formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar um það hvort þessi stefna sem birtist í skýrslunni um utanríkismál væri ásættanleg utanríkisstefna fyrir Viðreisn?“ segir Ásta Guðrún á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Nokkurs titrings virðist gæta í stjórnarsamstarfinu vegna skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo ummæla þess efnis að Ísland sé blessunarlega laus við alla óra um Evrópusambandsaðild. Ein helsta forsenda þess að Viðreisn var stofnuð á sínum tíma var andstaða við það þegar Gunnar Bragi Sveinsson, þá utanríkisráðherra, sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB. Sá gjörningur kallaði fram fjöldamótmæli við Alþingishúsið og umfangsmikla undirskriftasöfnun á vegum samtakanna Já Ísland, sem Jón Steindór Valdimarsson, nú þingmaður Viðreisnar, leiddi.Viðreisn áhugalaus um EvrópuÁsta Guðrún gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir óánægjuraddir innan Viðreisnar með skýrsluna, frekar að það sé í nösunum á þeim þó það varði sjálfan tilverugrundvöll flokksins. Á þingi sagði hún að um stór álitaefni væri að ræða sem ekki væri heil brú í innan ríkisstjórnarinnar. „Utanríkisstefna sem byggir á því að viðhalda núverandi status-quo í Evrópumálum. Eftir því sem ég best skildi þá er það bara í lagi - fyrir flokk sem eitt helsta baráttumál var að setja Evrópu á oddinn fyrir síðustu kosningar. Það er ekkert í þeim gögnum frá utanríkisráðuneytinu, skýrslu um utanríkismál eða fjármálaáætlun sem bendir til þess að Viðreisn ætli að setja Evrópu á oddinn.“Óbreytt ástand í EvrópumálumÞá segir Ásta Guðrún jafnframt engin merki um að styrkja eigi sendiráð Íslands í Brussel til þess að gæta hagsmuna Íslands innan EES. „Það fékkst ekki einu sinni fjármagn til þess að bæta við einu stöðugildi í London til að fylgjast með og gæta hagsmuna Íslands gagnvart Brexit, heldur þurfti að finna það fjármagn með hrókeringum á kostnað viðveru okkar í Strassborg.“ Niðurstaðan, að mati Ástu Guðrúnar, er óbreytt ástand og það dugi fyrir Viðreisn. „Ef marka má formann utanríkismálanefndar og varaformann Viðreisnar. Status quo í Evrópumálum er líka nóg ef marka má fjármálaáætlun formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra. Ef Status quo í Evrópumálum er nóg - hver er þá raunverulegur munurinn á milli hægri flokkanna í ríkisstjórn?“ spyr þingmaður Pírata.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. 5. maí 2017 07:00