Kunnugleg jólalög lenda í djasshakkavélinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2017 09:45 Feðginin Anna Gréta og Sigurður nota hvert tækifæri sem gefst til að spila djass saman. Mynd Magnús Andersen Við munum fara misvel með ýmsa þekkta jólasmelli, bæði gamla og nýrri, popp og djass. Það er svo mikið af tónlist sem tilheyrir þessum árstíma sem gaman er að fara með í ýmsar áttir,“ segir djassarinn Sigurður Flosason sem leiðir jóladjasssveit Flosason fjölskyldunnar á Kexi Hosteli í kvöld. Hann nefnir lögin Jólin eru að koma, Ég hlakka svo til, Ó Grýla, Þú komst með jólin til mín og fleiri kunnugleg lög sem munu lenda í djasshakkavélinni og kannski aldrei bíða þess bætur, að sögn Sigurðar. „Jólakötturinn verður líka fyrir djassofbeldi og það er óvíst að jólasveinarnir beri nokkurn tíma aftur sitt barr,“ segir hann hlæjandi. Með Sigurði er Anna Gréta dóttir hans, píanóleikari, og auk þeirra feðgina er sveitin að þessu sinni skipuð þeim Þorgrími Jónssyni og Gunnlaugi Briem, sem Sigurður titlar jólasvein og jólakött! Anna Gréta býr í Stokkhólmi. Þar er hún á fjórða og síðasta ári í framhaldsnámi í djasspíanóleik en er komin heim í jólafrí. „Við reynum alltaf að nota tækifærin þegar við hittumst og spila saman, ýmist hér heima eða úti. Við höfum komið fram í klúbbum í Stokkhólmi og í sumar vorum við í seríu með djass í almenningsgörðum, það er gaman þegar gott er veður en minna gaman þegar mikið rignir sem gerist stundum líka.“ Ekki segir Sigurður Önnu Grétu þó koma með sænskt þema inn í Litlu Kexdjassjólin heldur sé dagskráin meira íslensk/amerísk. „Þetta eru allt lög sem sungin eru með íslenskum textum en eru nú flutt instrúmentalt og spunnið út frá þeim eins og fara gerir í djassinum, settir einhverjir nýir ryþmar og svoleiðis.“ Spurður hvort allt sé blandað á staðnum svarar hann: „Nei, þetta eru litlar útsetningar sem við höfum gert og endurhljómsett, æft og undirbúið – rándýrt alveg! En alltaf er viss partur sem gerist á staðnum, eðli málsins samkvæmt. Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við munum fara misvel með ýmsa þekkta jólasmelli, bæði gamla og nýrri, popp og djass. Það er svo mikið af tónlist sem tilheyrir þessum árstíma sem gaman er að fara með í ýmsar áttir,“ segir djassarinn Sigurður Flosason sem leiðir jóladjasssveit Flosason fjölskyldunnar á Kexi Hosteli í kvöld. Hann nefnir lögin Jólin eru að koma, Ég hlakka svo til, Ó Grýla, Þú komst með jólin til mín og fleiri kunnugleg lög sem munu lenda í djasshakkavélinni og kannski aldrei bíða þess bætur, að sögn Sigurðar. „Jólakötturinn verður líka fyrir djassofbeldi og það er óvíst að jólasveinarnir beri nokkurn tíma aftur sitt barr,“ segir hann hlæjandi. Með Sigurði er Anna Gréta dóttir hans, píanóleikari, og auk þeirra feðgina er sveitin að þessu sinni skipuð þeim Þorgrími Jónssyni og Gunnlaugi Briem, sem Sigurður titlar jólasvein og jólakött! Anna Gréta býr í Stokkhólmi. Þar er hún á fjórða og síðasta ári í framhaldsnámi í djasspíanóleik en er komin heim í jólafrí. „Við reynum alltaf að nota tækifærin þegar við hittumst og spila saman, ýmist hér heima eða úti. Við höfum komið fram í klúbbum í Stokkhólmi og í sumar vorum við í seríu með djass í almenningsgörðum, það er gaman þegar gott er veður en minna gaman þegar mikið rignir sem gerist stundum líka.“ Ekki segir Sigurður Önnu Grétu þó koma með sænskt þema inn í Litlu Kexdjassjólin heldur sé dagskráin meira íslensk/amerísk. „Þetta eru allt lög sem sungin eru með íslenskum textum en eru nú flutt instrúmentalt og spunnið út frá þeim eins og fara gerir í djassinum, settir einhverjir nýir ryþmar og svoleiðis.“ Spurður hvort allt sé blandað á staðnum svarar hann: „Nei, þetta eru litlar útsetningar sem við höfum gert og endurhljómsett, æft og undirbúið – rándýrt alveg! En alltaf er viss partur sem gerist á staðnum, eðli málsins samkvæmt. Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira