Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 14:07 Steingrímur Erlingsson við vindmyllurnar tvær í Þykkvabæ. Biokraft Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni. Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni.
Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira