Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 15:03 Framsóknarmenn ætla að koma saman í Bændahöllinni, hafa það huggulegt og leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann. visir/anton brink Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund. Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund.
Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00
Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11
Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42