Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 18:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði nú síðdegis. Vísir/Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira