Skemmta fólki með myrkum jólakortum Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Jónas Breki og Gúrý í gervi hryllingstrúðsins Pennywise ásamt börnunum, Ísabellu og Breka yngri, sem eins og foreldrarnir taka jólagrínið mjög hátíðlega. Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira