Vill afnema virðisaukaskatt af áskriftum fjölmiðla Ingvar Þór Björnsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 27. desember 2017 21:06 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum. Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, vill að virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla verði afnuminn. Hann segir að þetta myndi styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla. Menntamálaráðherra segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afla sér tekna. Einkareknir fjölmiðlar á Íslandi reiða sig á áskriftartekjur, auglýsingatekjur eða styrki. Virðisaukaskattur af áskriftum fjölmiðla er í dag 11%. Samkeppnisstaða íslenskra fjölmiðla er erfið því einn af keppinautum þeirra, Ríkisútvarpið, nýtur forskots í formi fastrar meðgjafar frá skattgreiðendum. RÚV fékk 3,8 milljarða króna frá íslenska ríkinu á síðasta ári og seldi samhliða því auglýsingar fyrir 2,2 milljarða króna.Sjálfstæðir fjölmiðlar flestir að berjast í bökkum Óli Björn segir í grein í Morgunblaðinu í dag að afnám virðisaukaskatts af áskriftum fjölmiðla gæti verið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og leiðrétta að einhverju leyti samkeppnisstöðu þeirra gagnvart RÚV. Óli Björn segir jafnframt að þetta myndi ekki einungis gagnast stóru einkareknu miðlunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er auðvitað lítið skref en þetta myndi til dæmis gagnast héraðsfréttablöðum sem eru mikilvæg í sinni heimabyggð. Þetta mun styrkja rekstrargrundvöll lítilla tímarita. Það er alveg ljóst að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir að berjast í bökkum. Þetta er ein leið til þess að styrkja þá og hún er frekar auðveld. Ég held að pólitískt sé samstaða um að grípa til slíkra aðgerða og svo getum við rætt um framhaldið,“ segir hann.Skýrsla nefndar um rekstrarumhverfi fjölmiðla væntanleg Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist fagna því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja stöðu frjálsra fjölmiðla. „Það sem við erum að fara að gera núna er að fara í heildstæða stefnumótun er varðar ekki bara fjölmiðla heldur líka bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og máltækni og þetta verður liður í því,“ segir Lilja. Ljóst er að afnám virðisaukaskatts myndi ekkert gagnast þeim fjölmiðlum sem reiða sig eingöngu á sölu auglýsinga og styrki. Lilja segir mikilvægt að breytingar á rekstrarumhverfi fjölmiðla gagnist þeim öllum óháð því hvernig þeir afli sér tekna. Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla í árslok 2016. Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að skýrsla nefndarinnar væri tilbúin og að hún yrði afhent ráðherra á næstu dögum.
Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira