„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júlí 2017 13:53 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti í dag. vísir/sigurjón ó. Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. Þegar Vísir náði tali af Helgu Lind, skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hún í óðaönn að leggja lokahönd á ræðu sem hún flytur á Austurvelli. Hún segir skipulagningu göngunnar hafa gengið vonum framar enda sé þetta í sjöunda skiptið sem gangan er haldin. „Það er magt sem við höfum lært í gegnum árin þannig að við rekum okkur ekki á eins margar óvæntar hindranir,“ segir Helga Lind sem er að vonum spennt fyrir deginum.Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis.Vísir/Andri Marinó„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“Spurð að því hvers vegna stafrænt kynferðisofbeldi sé í forgrunni í göngunni í ár segir hún að það hafi legið beinast við vegna þess að mál af þessum toga hafi farið hátt í samfélagsumræðunni í vetur. Hún segir umræðuna gjarnan hafa þróast á þá leið að þolendum er kennt um ofbeldið sem þeir urðu fyrir. Helga Lind segir brýnt að „afbrengla hugsunarháttinn.“ Hún segir að við getum ekki lengur skýlt okkur á bak við það tengslarof sem margir virðast upplifa á vefnum þegar þeir skoða og/eða áframsenda myndir í óþökk þess sem er á henni. Hún segir okkur einfaldlega vita betur núna. „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi,“ segir Helga Lind. Í ár eru stjórnvöld beitt þrýstingi. Aðstandendur Druslugöngunnar krefjast þess að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögunum eins og stjórnvöld séu búin að lofa. „Við setjum þrýsting á stjórnvöld að standa við gefin loforð,“ segir Helga Lind.Þátttakendur í Druslugöngunni rétt áður en gangan hófst. Við Hallgrímskirkju urðu ófá kröfuskilti til.Vísir/Laufey ElíasdóttirValdeflandi ganga Helga Lind segir gönguna vera valdeflandi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þess vegna sé brýnt að allir gangi fylktu liði niður Skólavörðustrætið. „Það skiptir máli að hafa hátt og skapa sterka heild,“ segir Helga Lind. Á mælendaskránni í ár eru skeleggar konur. Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA-riterðina sína um stafrænt kynferðisofbeldi mun taka til máls en auk hennar hafa fjórar konur samið ræðu sem stigið hafa fram og sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi sama mannsins. Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Glódís Tara og Nína Rún Bergsdóttir skrifuðu ræðuna og munu þrjár þeirra hjálpast að við að flytja ræðuna. Málið hefur farið hátt í sumar vegna þess að maðurinn sem braut á þeim hlaut nýverið uppreist æru. Helga Lind segir að lokum að Druslugangan sé fyrir þolendur og þess vegna verði gerendum ekki gefinn neinn gaumur. Gangan hefst á slaginu tvö í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og þaðan niður Skólavörðustíg. Druslugangan endar síðan á Austurvelli þar sem tónleikar og ræðuhöld taka við.Við erum öll druslur. #druslugangan pic.twitter.com/tjDjIjly8M— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 29, 2017 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. Þegar Vísir náði tali af Helgu Lind, skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hún í óðaönn að leggja lokahönd á ræðu sem hún flytur á Austurvelli. Hún segir skipulagningu göngunnar hafa gengið vonum framar enda sé þetta í sjöunda skiptið sem gangan er haldin. „Það er magt sem við höfum lært í gegnum árin þannig að við rekum okkur ekki á eins margar óvæntar hindranir,“ segir Helga Lind sem er að vonum spennt fyrir deginum.Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis.Vísir/Andri Marinó„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“Spurð að því hvers vegna stafrænt kynferðisofbeldi sé í forgrunni í göngunni í ár segir hún að það hafi legið beinast við vegna þess að mál af þessum toga hafi farið hátt í samfélagsumræðunni í vetur. Hún segir umræðuna gjarnan hafa þróast á þá leið að þolendum er kennt um ofbeldið sem þeir urðu fyrir. Helga Lind segir brýnt að „afbrengla hugsunarháttinn.“ Hún segir að við getum ekki lengur skýlt okkur á bak við það tengslarof sem margir virðast upplifa á vefnum þegar þeir skoða og/eða áframsenda myndir í óþökk þess sem er á henni. Hún segir okkur einfaldlega vita betur núna. „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi,“ segir Helga Lind. Í ár eru stjórnvöld beitt þrýstingi. Aðstandendur Druslugöngunnar krefjast þess að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögunum eins og stjórnvöld séu búin að lofa. „Við setjum þrýsting á stjórnvöld að standa við gefin loforð,“ segir Helga Lind.Þátttakendur í Druslugöngunni rétt áður en gangan hófst. Við Hallgrímskirkju urðu ófá kröfuskilti til.Vísir/Laufey ElíasdóttirValdeflandi ganga Helga Lind segir gönguna vera valdeflandi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þess vegna sé brýnt að allir gangi fylktu liði niður Skólavörðustrætið. „Það skiptir máli að hafa hátt og skapa sterka heild,“ segir Helga Lind. Á mælendaskránni í ár eru skeleggar konur. Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA-riterðina sína um stafrænt kynferðisofbeldi mun taka til máls en auk hennar hafa fjórar konur samið ræðu sem stigið hafa fram og sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi sama mannsins. Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Glódís Tara og Nína Rún Bergsdóttir skrifuðu ræðuna og munu þrjár þeirra hjálpast að við að flytja ræðuna. Málið hefur farið hátt í sumar vegna þess að maðurinn sem braut á þeim hlaut nýverið uppreist æru. Helga Lind segir að lokum að Druslugangan sé fyrir þolendur og þess vegna verði gerendum ekki gefinn neinn gaumur. Gangan hefst á slaginu tvö í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og þaðan niður Skólavörðustíg. Druslugangan endar síðan á Austurvelli þar sem tónleikar og ræðuhöld taka við.Við erum öll druslur. #druslugangan pic.twitter.com/tjDjIjly8M— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 29, 2017
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira