„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júlí 2017 13:53 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti í dag. vísir/sigurjón ó. Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. Þegar Vísir náði tali af Helgu Lind, skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hún í óðaönn að leggja lokahönd á ræðu sem hún flytur á Austurvelli. Hún segir skipulagningu göngunnar hafa gengið vonum framar enda sé þetta í sjöunda skiptið sem gangan er haldin. „Það er magt sem við höfum lært í gegnum árin þannig að við rekum okkur ekki á eins margar óvæntar hindranir,“ segir Helga Lind sem er að vonum spennt fyrir deginum.Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis.Vísir/Andri Marinó„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“Spurð að því hvers vegna stafrænt kynferðisofbeldi sé í forgrunni í göngunni í ár segir hún að það hafi legið beinast við vegna þess að mál af þessum toga hafi farið hátt í samfélagsumræðunni í vetur. Hún segir umræðuna gjarnan hafa þróast á þá leið að þolendum er kennt um ofbeldið sem þeir urðu fyrir. Helga Lind segir brýnt að „afbrengla hugsunarháttinn.“ Hún segir að við getum ekki lengur skýlt okkur á bak við það tengslarof sem margir virðast upplifa á vefnum þegar þeir skoða og/eða áframsenda myndir í óþökk þess sem er á henni. Hún segir okkur einfaldlega vita betur núna. „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi,“ segir Helga Lind. Í ár eru stjórnvöld beitt þrýstingi. Aðstandendur Druslugöngunnar krefjast þess að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögunum eins og stjórnvöld séu búin að lofa. „Við setjum þrýsting á stjórnvöld að standa við gefin loforð,“ segir Helga Lind.Þátttakendur í Druslugöngunni rétt áður en gangan hófst. Við Hallgrímskirkju urðu ófá kröfuskilti til.Vísir/Laufey ElíasdóttirValdeflandi ganga Helga Lind segir gönguna vera valdeflandi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þess vegna sé brýnt að allir gangi fylktu liði niður Skólavörðustrætið. „Það skiptir máli að hafa hátt og skapa sterka heild,“ segir Helga Lind. Á mælendaskránni í ár eru skeleggar konur. Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA-riterðina sína um stafrænt kynferðisofbeldi mun taka til máls en auk hennar hafa fjórar konur samið ræðu sem stigið hafa fram og sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi sama mannsins. Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Glódís Tara og Nína Rún Bergsdóttir skrifuðu ræðuna og munu þrjár þeirra hjálpast að við að flytja ræðuna. Málið hefur farið hátt í sumar vegna þess að maðurinn sem braut á þeim hlaut nýverið uppreist æru. Helga Lind segir að lokum að Druslugangan sé fyrir þolendur og þess vegna verði gerendum ekki gefinn neinn gaumur. Gangan hefst á slaginu tvö í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og þaðan niður Skólavörðustíg. Druslugangan endar síðan á Austurvelli þar sem tónleikar og ræðuhöld taka við.Við erum öll druslur. #druslugangan pic.twitter.com/tjDjIjly8M— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 29, 2017 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. Þegar Vísir náði tali af Helgu Lind, skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hún í óðaönn að leggja lokahönd á ræðu sem hún flytur á Austurvelli. Hún segir skipulagningu göngunnar hafa gengið vonum framar enda sé þetta í sjöunda skiptið sem gangan er haldin. „Það er magt sem við höfum lært í gegnum árin þannig að við rekum okkur ekki á eins margar óvæntar hindranir,“ segir Helga Lind sem er að vonum spennt fyrir deginum.Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis.Vísir/Andri Marinó„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“Spurð að því hvers vegna stafrænt kynferðisofbeldi sé í forgrunni í göngunni í ár segir hún að það hafi legið beinast við vegna þess að mál af þessum toga hafi farið hátt í samfélagsumræðunni í vetur. Hún segir umræðuna gjarnan hafa þróast á þá leið að þolendum er kennt um ofbeldið sem þeir urðu fyrir. Helga Lind segir brýnt að „afbrengla hugsunarháttinn.“ Hún segir að við getum ekki lengur skýlt okkur á bak við það tengslarof sem margir virðast upplifa á vefnum þegar þeir skoða og/eða áframsenda myndir í óþökk þess sem er á henni. Hún segir okkur einfaldlega vita betur núna. „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi,“ segir Helga Lind. Í ár eru stjórnvöld beitt þrýstingi. Aðstandendur Druslugöngunnar krefjast þess að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögunum eins og stjórnvöld séu búin að lofa. „Við setjum þrýsting á stjórnvöld að standa við gefin loforð,“ segir Helga Lind.Þátttakendur í Druslugöngunni rétt áður en gangan hófst. Við Hallgrímskirkju urðu ófá kröfuskilti til.Vísir/Laufey ElíasdóttirValdeflandi ganga Helga Lind segir gönguna vera valdeflandi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þess vegna sé brýnt að allir gangi fylktu liði niður Skólavörðustrætið. „Það skiptir máli að hafa hátt og skapa sterka heild,“ segir Helga Lind. Á mælendaskránni í ár eru skeleggar konur. Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA-riterðina sína um stafrænt kynferðisofbeldi mun taka til máls en auk hennar hafa fjórar konur samið ræðu sem stigið hafa fram og sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi sama mannsins. Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Glódís Tara og Nína Rún Bergsdóttir skrifuðu ræðuna og munu þrjár þeirra hjálpast að við að flytja ræðuna. Málið hefur farið hátt í sumar vegna þess að maðurinn sem braut á þeim hlaut nýverið uppreist æru. Helga Lind segir að lokum að Druslugangan sé fyrir þolendur og þess vegna verði gerendum ekki gefinn neinn gaumur. Gangan hefst á slaginu tvö í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og þaðan niður Skólavörðustíg. Druslugangan endar síðan á Austurvelli þar sem tónleikar og ræðuhöld taka við.Við erum öll druslur. #druslugangan pic.twitter.com/tjDjIjly8M— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 29, 2017
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira