Á leið til Frakklands með lopapeysur á jólamarkað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:15 Þuríður hefur prjónað frá því hún var krakki og er ein af stofnendum Handprjónasambandsins. Vísir/Eyþór Árnason Handprjónasambandið tekur nú í fyrsta sinn þátt í jólamarkaði í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðursgestur á stórum jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti af lopapeysum og öðrum vörum og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, formaður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Handprjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklippur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðallega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður. Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins. Segir áherslur þess frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast.Lifir enginn á því að prjóna lopapeysur „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær standast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í tilteknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mánuði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasambandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í búðum hér og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborðunum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“Margir leggja upp úr að kaupa íslenskt Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastofum hér á landi eins og Glófa í Ármúlanum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“ Föndur Jól Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Handprjónasambandið tekur nú í fyrsta sinn þátt í jólamarkaði í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðursgestur á stórum jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti af lopapeysum og öðrum vörum og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, formaður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Handprjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklippur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðallega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður. Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins. Segir áherslur þess frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast.Lifir enginn á því að prjóna lopapeysur „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær standast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í tilteknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mánuði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasambandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í búðum hér og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborðunum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“Margir leggja upp úr að kaupa íslenskt Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastofum hér á landi eins og Glófa í Ármúlanum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“
Föndur Jól Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira