„Auðvitað getum við sem samfélag gert betur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:10 Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. Sveitarstjórinn segir að samfélagið verði að gera betur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær var sagt frá foreldrum og dóttur þeirra á Húsavík en dóttirin segðist hafa orðið fyrir grófu einelti og útskúfun í samfélaginu á síðustu árum. Eins og fram kom í fréttum í gær reyndi stúlkan að svipta sig lífi í síðustu viku. „Það kemur svona bara sjúkraflutningamennirnir tveir og tveir lögreglumenn og læknir og þeir mynda svona fallegan hring í kringum hana. Hún sat hérna í þessum stól og þeir töluðu við hana og hughreistu hana og spurðu af hverju hún var ða gera þetta. Lögreglumaðurinn sem kom hérna hann hefur áður lent í því að finna hana í fjalli þegar hún var búin að skrifa okkur bréf í eitt skiptið. Maður hugsar bara hvað næst?“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar.Segir að árangur hafi náðst í baráttu gegn einelti Í kjölfarið af þessu atviki sagði Sigrún sögu dóttur sinnar á Facebook en í kjölfarið af því hafa þær báðar orðið fyrir aðkasti en foreldrarnir saka grunnskólann sem dóttir þeirra stundaði nám við og samfélagið hafa brugðist í málefnum dóttur þeirra.Skólastjóri Borgarhólsskóla sendi út yfirlýsingu vegna málsins og var hún birt a heimasíðu grunnskólans. Hann getur ekki tjáð sig um einstaka mál eða nemendur en sagði skólann vinna eftir ákveðinni stefnu, komi eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin, við hverja er talað og hvað er gert,“ segir Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla Árið 2013 hóf skólinn að taka þátt í árlegri skimun og segir Þórgunnur að árangur hafi náðst í baráttunni gegn einelti. Hún segir starfsfólk skólans vinna að heilundum að vellíðan nemenda.Verkferlar vegna eineltismála eru í sífelldri endurskoðun. Telur þú að skólinn hafi í einhverjum tilvikum brugðist í máli þessa neanda? „Ég bara get ekki tjáð mig um mál einstakra nemenda.“ Sveitarstjóri Norðurþings segir áríðandi að allir íbúar í litlu samfélagi finni að þeir tilheyri samfélaginu. Þegar erfið mál komi upp þarf samfélagið að standa saman. „Þegar að fólk á um sárt að binda þá skiptir auðvitað máli að við mætum því af kærleika og skilningssemi og verum skilningsrík í garð allra með það en auðvitað getum við sem samfélag gert betur á mörgum vígstöðum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Skólastjóri grunnskólans á Húsavík segir skólann hafa náð árangri í eineltismálum á undanförnum árum en móðir fyrrverandi nemanda við skólann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að hafa brugðist í málefnum dóttur sinnar. Sveitarstjórinn segir að samfélagið verði að gera betur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær var sagt frá foreldrum og dóttur þeirra á Húsavík en dóttirin segðist hafa orðið fyrir grófu einelti og útskúfun í samfélaginu á síðustu árum. Eins og fram kom í fréttum í gær reyndi stúlkan að svipta sig lífi í síðustu viku. „Það kemur svona bara sjúkraflutningamennirnir tveir og tveir lögreglumenn og læknir og þeir mynda svona fallegan hring í kringum hana. Hún sat hérna í þessum stól og þeir töluðu við hana og hughreistu hana og spurðu af hverju hún var ða gera þetta. Lögreglumaðurinn sem kom hérna hann hefur áður lent í því að finna hana í fjalli þegar hún var búin að skrifa okkur bréf í eitt skiptið. Maður hugsar bara hvað næst?“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stúlkunnar.Segir að árangur hafi náðst í baráttu gegn einelti Í kjölfarið af þessu atviki sagði Sigrún sögu dóttur sinnar á Facebook en í kjölfarið af því hafa þær báðar orðið fyrir aðkasti en foreldrarnir saka grunnskólann sem dóttir þeirra stundaði nám við og samfélagið hafa brugðist í málefnum dóttur þeirra.Skólastjóri Borgarhólsskóla sendi út yfirlýsingu vegna málsins og var hún birt a heimasíðu grunnskólans. Hann getur ekki tjáð sig um einstaka mál eða nemendur en sagði skólann vinna eftir ákveðinni stefnu, komi eineltismál upp. „Alltaf þegar það koma upp eineltismál og tilkynningar þá er allt mjög vel skráð og haldnar ítarlegar fundargerðir um öll skref sem eru tekin, við hverja er talað og hvað er gert,“ segir Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla Árið 2013 hóf skólinn að taka þátt í árlegri skimun og segir Þórgunnur að árangur hafi náðst í baráttunni gegn einelti. Hún segir starfsfólk skólans vinna að heilundum að vellíðan nemenda.Verkferlar vegna eineltismála eru í sífelldri endurskoðun. Telur þú að skólinn hafi í einhverjum tilvikum brugðist í máli þessa neanda? „Ég bara get ekki tjáð mig um mál einstakra nemenda.“ Sveitarstjóri Norðurþings segir áríðandi að allir íbúar í litlu samfélagi finni að þeir tilheyri samfélaginu. Þegar erfið mál komi upp þarf samfélagið að standa saman. „Þegar að fólk á um sárt að binda þá skiptir auðvitað máli að við mætum því af kærleika og skilningssemi og verum skilningsrík í garð allra með það en auðvitað getum við sem samfélag gert betur á mörgum vígstöðum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45 Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega 4. nóvember 2017 19:45 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Alma reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sextán ára stúlka hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Móðir hennar segir þöggun um einelti í samfélaginu og hvetur foreldra til að ræða við börnin sín. 2. nóvember 2017 12:45