Ólíklegasta stjörnupar samtímans: Pamela Anderson og Julian Assange Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 18:11 Julian Assange og Pamela Anderson koma úr ólíkum áttum, en það stöðvar ekki ástina. Vísir/Getty Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“ Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira