Ólíklegasta stjörnupar samtímans: Pamela Anderson og Julian Assange Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 18:11 Julian Assange og Pamela Anderson koma úr ólíkum áttum, en það stöðvar ekki ástina. Vísir/Getty Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“ Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein