Trúir varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. október 2017 09:57 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira